Hefja endurkaup á eigin bréfum

Sveinn Sölvason er forstjóri Embla Medical, móðurfélags Össurar.
Sveinn Sölvason er forstjóri Embla Medical, móðurfélags Össurar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Embla Medical birti í gær uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs og árið í heild.

Í tilkynningu félagsins kemur fram að sala á fjórða ársfjórðungi hafi numið 225 milljónum bandaríkjadala (31 milljarði íslenskra króna) og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, EBITDA, á sama tíma hafi numið 47 milljónum bandaríkjadala (sex milljörðum íslenskra króna), sem er reiknuð framlegð upp á 21%. Á sama tíma fyrir ári nam þessi framlegð 18%.

Skuldahlutfall hagstætt

Aukin framlegð er afleiðing meiri sölu ásamt hnitmiðuðum aðgerðum sem ráðist var í á árinu til að skera niður kostnað og auka hagkvæmni í framleiðslu. Þetta ásamt aðgerðum gagnvart ýmsum föstum kostnaði félagsins.

Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 19 milljónum Bandaríkjadala (2,6 milljörðum íslenskra króna) sem samsvarar 8% af veltu og er þannig í línu við sama tímabil fyrir ári. Neikvæð þróun var hins vegar í fjármögnunarhreyfingum vegna gengisáhrifa. Hagnaður ársins 2024 jókst og nam 69 milljónum Bandaríkjadala (9,5 milljörðum íslenskra króna) sem samsvarar 8% af veltu ársins, samanborið við 7% af veltu á síðasta ári.

Skuldahlutfall félagsins gagnvart EBITDA nam 2,4x í lok árs 2024 sem er í línu við áætlanir félagsins um hlutfall á bilinu 2-3x. Fram kemur í tilkynningu félagsins að þetta lága hlutfall muni kalla á endurkaup á eigin bréfum, eitthvað sem félagið hyggst hefja fljótlega.

Leiðbeinandi áætlun uppfærð

Ný leiðbeinandi áætlun fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir 5-8% innri vexti og 20-21% EBITDA framlegð, að teknu tilliti til einskiptisliða.

Í samskiptum við Morgunblaðið nefnir Sveinn Sölvason forstjóri:

„Árið sem leið var viðburðaríkt, við tókum mikilvæg skref í átt að frekari þróun fyrirtækisins í samræmi við vaxtastefnu okkar sem kynnt var í byrjun árs 2023. Við kynntum til sögunnar nýtt móðurfélag, Embla Medical, sem þjónar þeim tilgangi að styðja við frekari vöxt og tryggja samlegð í rekstri. Össur er áfram okkar sterkasta vörumerki, en með kaupunum á Fior&Gentz í byrjun árs 2024, getum við nú einnig stutt við einstaklinga sem glíma við varanlegar áskorarnir á hreyfanleika eftir heilablóðfall eða aðra taugasjúkdóma. Þá höfum við fært út í kvíarnar í þjónustu við notendur og verður sá rekstur frá og með þessu ári sameinaður undir vörumerkinu ForMotion.“

Sveinn bendir jafnframt á: „Rekstur félagsins var góður á síðasta ári og horfur eru góðar. Heildartekjur okkar numu 118 milljörðum og rekstrarafkoma fyrir afskriftir nam 24 milljörðum, aukning um 24% frá fyrra ári. Fjárfesting í nýsköpun heldur áfram að vera lykilstef í rekstri Embla Medical og við erum stolt af nýjum vörum sem hafa jákvæð áhrif á hreyfigetu einstaklega sem treysta á vörur okkar og þjónustu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK