Sterk staða Styrkáss

Ásmundur Tryggvason er forstjóri Styrkáss.
Ásmundur Tryggvason er forstjóri Styrkáss. Ljósmynd/Aðsend

Samkvæmt tilkynningu frá Styrkás nam rekstrarhagnaður (EBIT) samstæðunnar um 2,3 milljörðum króna og var 4% yfir rekstraráætlun. Leigutekjur námu samtals um 1 milljarði. Handbært fé samstæðunnar um 4,8 milljörðum og nettó vaxtaberandi skuldir voru 1,8 milljarður. 

Innan samstæðu félagsins eru Skeljungur og Klettur. Styrkás tilkynnti í desember um undirritun kaupsamnings vegna kaupa á 100% hlut í Hringrás. Áreiðanleikakönnun stendur yfir og stefnt er að ljúka viðskiptum á 2. ársfjórðungi.

Fram kemur á heimasíðu Styrkáss að stefnt sé að skráningu í Kauphöll fyrir árslok 2027.

Í tilkynningu kemur jafnframt fram að áætlun ársins 2025 gerir ráð fyrir um 2,3 milljarða króna rekstrarhagnaði (EBIT) samstæðunnar. Búist er við um 10% aukningu rekstrarhagnaðar (EBIT) í sölu og þjónustu á tækjum og búnaði hjá Kletti sem er drifin áfram af auknum umsvifum.

Áhugavert er að sjá að í tilkynningu félagsins gerir Skeljungur ráð fyrir lítils háttar samdrætti í afkomu vegna minnkandi sölu á skipaeldsneyti. Þann samdrátt bendir félagið á að megi rekja til aukinna kolefnisgjalda og skattheimtu sem fyrirséð er að muni færa eldsneytissölu til skemmtiferðaskipa og íslenskra skipa frá Íslandi til nágrannalanda.

Haft er eftir Ásmundi Tryggvasyni, forstjóra Styrkáss:
„Við erum stolt af árangri Styrkás samstæðunnar á liðnu ári. Félögin okkar skila metári þrátt fyrir áskoranir í ytra umhverfi. Þann árangur má fyrst og fremst þakka metnaðarfullu starfsfólki okkar. Við erum bjartsýn á árið 2025, sem fer kröftuglega af stað. Við munum á árinu halda áfram að leggja áherslu á að veita fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu og nýta slagkraft samstæðunnar til að þjóna þörfum viðskiptavina ásamt því að stíga markviss skref í vexti samstæðunnar.”

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK