Þróunin hefur farið í hringi

Sigurður Viðarsson, framkvæmdastjóri Hili á Íslandi, var gestur í viðskiptahluta Dagmála þar sem hann ræddi um starfsemi Hili en einnig um fjármálamarkaðinn og tryggingamarkaðinn en Sigurður starfaði lengi vel sem forstjóri TM og um hríð sem aðstoðarforstjóri Kviku.

Spurður hvort hann telji það alltaf af hinu góða að samþætta bankastarfsemi og tryggingastarfsemi segir Sigurður að það hafi ekki alltaf gefist vel þótt það hafi vissulega gengið vel í einhverjum tilvikum.

„Það er skemmtilegt hvað þessi þróun hefur farið í hringi. Ég starfaði í tryggingum í 25 ár og þegar ég byrjaði í geiranum sem ungur maður þá gekk slíkt samstarf ekkert sérstaklega vel,“ segir Sigurður.

Spurður hvað hann telji hafa valdið því segir Sigurður að um sé að ræða mjög ólíkar vörur en mögulega hjálpi tæknin til við að gera samþættingu þessara tveggja geira auðveldari.

„Aftur á móti hefur samþætting Arion og Varðar gengið einstaklega vel og það verður einnig áhugavert að fylgjast með samstarfi Íslandsbanka og VÍS og auk þess kaupum Landsbankans á TM,“ segir Sigurður.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK