Kaupin geti verið farsæl fyrir Landsbankann

Sig­urður Viðars­son, fram­kvæmda­stjóri Hili á Íslandi, var gest­ur í viðskipta­hluta Dag­mála þar sem hann ræddi um starf­semi Hili en einnig um fjár­mála­markaðinn og trygg­inga­markaðinn en Sig­urður starfaði lengi vel sem for­stjóri TM og um hríð sem aðstoðarfor­stjóri Kviku.

Spurður hvort hvann hafi skoðun á kaupum Landsbankans á TM segir Sigurður að hann eigi erfitt með að svara því þar sem hann hafi keyrt söluferlið í gegn fyrir Kviku.

Þeir fengu félagið á góðu verði og ef þeir sjá tækifæri í því að samþætta þetta við bankareksturinn þá held ég að þetta geti verið farsæl kaup fyrir Landsbankann," segir Sigurður.

Spurður hvort hann telji að Landsbankinn sé söluvænni vara með TM innanborðs svarar Sigurður því játandi.

Mér sýnist þó sala Landsbankans ekki vera á teikniborðinu," segir Sigurður.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta hort á þáttinn í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka