Yfirburðir Landsbankans

Indó er með 2% hlutdeild og fer vaxandi.
Indó er með 2% hlutdeild og fer vaxandi. AFP/Josh Edelson

Langmest var leitað að Landsbankanum á Google-leitarvélinni af öllum íslensku bönkunum á tveggja ára tímabili, frá 2023-2024. Þetta kemur fram í mælingu Ceedr Index á bönkunum. Ceedr Index er hugbúnaður sem stafræna markaðsstofan Ceedr þróaði og sagt var frá í ViðskiptaMogganum á síðasta ári. Kerfið mælir vörumerkjavitund á leitarvélum (e. Top of Mind Awareness).

Landsbankinn er þannig með 43% hlutdeild í leit á Google á tímabilinu og sýnir aukningu á síðustu mánuðum.

Greiningin leiðir í ljós að Indó gaf eftir í Google-leit árið 2024. Indó er með 2% hlutdeild í Google leit 2023-2024 samanborið við 1% hjá Kviku.

Vaxa í hlutdeild

Hreggviður Steinar Magnússon, framkvæmdastjóri Ceedr, segir þetta síðasttalda vera áhugavert og gefa til kynna að Indó sé að vaxa í markaðshlutdeild borið saman við Kviku, þótt stærðarmunur sé allnokkur.

Arion banki er með 22% hlutdeild í leit á tímabilinu og rekur lestina af stóru bönkunum þremur.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka