Handhafar UT-verðlauna Ský 2025

Erling Guðmundsson, framkvæmdastjóri rekstrar atNorth og Halla Tómasdóttir forseti Íslands.
Erling Guðmundsson, framkvæmdastjóri rekstrar atNorth og Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Gagna­vers- og of­ur­tölvu­fyr­ir­tækið atN­orth er meðal hand­hafa Upp­lýs­inga­tækni­verðlauna Skýrslu­tækni­fé­lags­ins (Ský) 2025. Verðlaun­in af­henti for­seti Íslands, Halla Tóm­as­dótt­ir, við hátíðlega at­höfn á UT-mess­unni í Hörpu fyr­ir helgi, en þau voru veitt stóru gagna­ver­un­um á Íslandi, atN­orth, Bor­eal­is Data Center og Ver­ne Global.

Haft er eft­ir Erl­ingi Guðmunds­syni, fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar atN­orth, að fyr­ir­tækið sé af­skap­lega stolt af verðlaun­un­um.

„Við erum af­skap­lega stolt af þess­um verðlaun­um og viður­kenn­ing­unni á mik­il­vægi þessa ört vax­andi geira upp­lýs­inga­tækn­inn­ar sem í þeim felst. Íslensk gagna­ver hafa látið til sín taka á þessu sviði á heimsvísu og eru í far­ar­broddi með sjálf­bærni að leiðarljósi. Vöxt­ur geir­ans hef­ur verið hraður og fyr­ir­séð að hann verði það áfram, en líkt og fram kem­ur í um­sögn val­nefnd­ar munu gagna­ver leika sí­vax­andi hlut­verk á heimsvísu næstu ár, með til­komu gervi­greind­ar og vexti skýjaþjón­ustu,“ er haft eft­ir Erl­ingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK