Sýn lækkar eftir afkomuviðvörun

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar.
Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Ljósmynd/Aðsend

Hlutabréfaverð í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu Sýn hefur lækkað um 17,69% í 42 milljóna viðskiptum það sem af er degi þegar þetta er ritað. 

Fé­lagið sendi frá sér afkomuviðvörun sl. föstudag og tilkynnti að gert yrði ráð fyr­ir að rekstr­ar­hagnaður (EBIT) fé­lags­ins fyr­ir árið 2024 verði í kring­um 700 millj­ón­ir króna sem er und­ir áður út­gefnu spá­marki fé­lags­ins, sem og raun­töl­um úr rekstri miðað við af­komu fjórða árs­fjórðungs og árs­ins 2023.

Upp­færð spá gerði ráð fyr­ir að EBIT lægi nær neðri mörk­um bils­ins 900–1.100 millj­ón­um króna. Helstu ástæður frá­viks­ins eru aug­lýs­inga­tekj­ur, áskrift­ar­tekj­ur af sjón­varsmiðlum, eign­færsl­ur launa­kostnaðar og bruna­tjón.

Fram kom í tilkynningunni á föstudaginn að fé­lagið muni þurfa að end­ur­skoða áður út­gef­in viðmið um EBIT fyr­ir árið 2025 til lækk­un­ar til að bregðast við of­an­greind­um frá­vik­um. Horf­ur fé­lags­ins fyr­ir 2025 verða birt­ar sam­hliða end­an­legu árs­upp­gjöri þann 20. fe­brú­ar nk. Árs­upp­gjör fé­lags­ins er enn í vinnslu og get­ur tekið breyt­ing­um fram að birt­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK