Var ekki á leið í helgan stein

Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótels Holts, fyrir framan málverk Eiríks Smith …
Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótels Holts, fyrir framan málverk Eiríks Smith af móður sinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Geir­laug Þor­valds­dótt­ir, eig­andi Hót­els Holts, tek­ur elsku­lega á móti ViðskiptaMogg­an­um í Kjar­vals­stof­unni á Hót­el Holti. Það leyn­ir sér ekki að þar líður henni vel.

Þú kaupir hótelið 2004. Var það í fyrsta skipti sem þú tekur alfarið við hóteli?

„Já, það er rétt, þá tek ég í fyrsta skipti alfarið yfir reksturinn á hótelinu.“

Þú ert þá 65 ára en á þeim aldri eru margir að setjast í helgan stein.

„Já. Guð. Það er allt of snemmt.“

Og þá að kaupa hótel?

„Já. Ég hugsa aldrei um aldur. Og þegar maður er heilsugóður og hefur áhuga eru manni allir vegir færir. Það sem maður þarf að hafa í þessu lífi er ástríða. Hún fleytir manni áfram og ég hafði alveg svakalega ástríðu fyrir því að taka við hótelinu. Ég kunni ekki allt. Alls ekki. Maður bara ræður til sín fólk sem kann þetta. Það skiptir miklu máli.“

Hvernig er nýtingin hjá þér?

„Hún hefur alltaf verið dálítið góð, auðvitað eru hæðir og lægðir í aðsókninni en síðasta ár var með þeim allra bestu frá opnun hótelsins hvað nýtingu herbergjanna snertir. Það þýðir ekkert að vera að væla yfir því hvernig apríl og maí voru lélegir í fyrra en páskamánuðurinn er aldrei góður.“

Ég sé í ársreikningi Hótels Holts að getið er um skuld við eiganda upp á 400 milljónir. Þannig að þú ert að styðja persónulega við reksturinn. Þannig að þetta er þér mikils virði?

„Já, afskaplega mikils virði.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK