Arion og Alda hlutu Menntaverðlaun atvinnulífsins

Hér sést Halla Tómasdóttir forseti Íslands veita starfsfólki Arion banka …
Hér sést Halla Tómasdóttir forseti Íslands veita starfsfólki Arion banka verðlaun sem Menntafyrirtæki ársins 2025. Ljósmynd/Aðsend

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem þóttu skara fram úr í fræðslu- og menntamálum.

Arion banki er menntafyrirtæki ársins og Alda hlaut Menntasprotann 2025. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins afhentu verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem fór fram á Hilton Nordica í dag.

Frá þessu segir á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins.

Hugbúnaðarfyrirtækið Alda er Menntasproti atvinnulífsins fyrir hugbúnaðarlausn með leikjavæddum örnámskeiðum sem efla vinnustaði í fjölbreytileika og stuðla þannig að betra starfsumhverfi.

Í umfjöllun dómnefndar segir m.a. að Alda sé leiðandi í nýsköpun í fræðslu og menntun með gagnadrifnum fræðslulausnum á vinnustöðum og samfélaginu í heild.

Arion banki er Menntafyrirtæki ársins 2025 og fram kemur í umfjöllun dómnefndar að bankinn reki öflugt og metnaðarfullt fræðslukerfi sem nýti fjölbreyttar og nýjar leiðir til að virkja kraftinn á stórum og fjölbreyttum hópi starfsfólks.

„Menntun á sér nærri órjúfanlegan feril frá fyrstu árum lífsins til starfsreynslu á vinnumarkaði og símenntunar út æviskeiðið. Við hjá SA erum stolt að sjá félagsmenn okkar sinna vandaðri fræðslu á vinnustað,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA af þessu tilefni.

Hugbúnaðarfyrirtækið Alda er Menntasproti atvinnulífsins fyrir hugbúnaðarlausn sem eflir m.a. …
Hugbúnaðarfyrirtækið Alda er Menntasproti atvinnulífsins fyrir hugbúnaðarlausn sem eflir m.a. vinnustaði. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK