Forstjóraskipti hjá Frumherja

Frumherji er þjónustufyrirtæki á skoðunar- og prófunarsviði.
Frumherji er þjónustufyrirtæki á skoðunar- og prófunarsviði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Orri Hlöðvers­son hef­ur látið af störf­um sem for­stjóri Frum­herja en hann hef­ur stýrt fé­lag­inu frá miðju ári 2006. Við starfi for­stjóra tek­ur Jó­hann Geir Harðar­son sem hef­ur sinnt starfi fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs Frum­herja síðan árið 2020.

Þar á und­an starfaði Jó­hann við end­ur­skoðun og fjár­málaráðgjöf í tvo ára­tugi.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Frum­herja.

Tek­ur við stjórn­ar­for­mennsku

Orri mun nú taka við stjórn­ar­for­mennsku hjá fé­lag­inu en hann er einn af eig­end­um Frum­herja.

„Und­an­far­in ár hef­ur átt sér stað umbreyt­ing á fé­lag­inu sem skotið hef­ur styrk­um stoðum und­ir rekst­ur­inn og aukið stöðug­leika. Um leið hafa opn­ast ný tæki­færi til að sækja fram og ég tel við hæfi að nýr stjórn­andi stígi inn núna og leiði fé­lagið til frek­ari sókn­ar. Ég hef fulla trú á að Jó­hann sé rétti maður­inn í starfið enda hef­ur hann sýnt á und­an­förn­um árum að hann hafi þá þekk­ingu, reynslu og mann­kosti sem til þarf“, er haft eft­ir Orra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK