Salan á Íslandsbanka: Bæta þriðju tilboðsbókinni við

Fyr­ir­hugað er að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka, um 42,5% hluta­bréfa bank­ans, á næstu miss­er­um. Sal­an fer fram með útboði þar sem al­menn­ing­ur hef­ur for­gang sam­kvæmt lög­um nr. 80/​2024 sem samþykkt voru síðastliðið sum­ar um ráðstöf­un á eft­ir­stand­andi eign­ar­hlut. Til að bæta ár­ang­ur útboðsins hef­ur þriðju til­boðsbók­inni verið bætt við. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef fjár­málaráðuneyt­is­ins að lög­in eigi að tryggja að við fram­kvæmd­ina á útboðsferl­inu verði viðhöfð hlut­lægni, hag­kvæmni, jafn­ræði og gagn­sæi.

„Að feng­inni ráðgjöf tel­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið að unnt sé að bæta ár­ang­ur útboðs með breyt­ing­um á fyr­ir­komu­lagi þess. Í frum­varps­drög­um sem birst hafa í sam­ráðsgátt eru lagðar til breyt­ing­ar sem fela í sér að þriðju til­boðsbók­inni er bætt við þær tvær sem fyr­ir­hugaðar voru (til­boðsbók C),“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Til­boðsbæk­urn­ar þrjár

  • Til­boðsbók A: Aðeins ein­stak­ling­um er heim­ilt að gera til­boð í til­boðsbók A, fyr­ir allt að 20 m.kr. Gengið í til­boðsbók A verður á föstu verði. Verð miðast við meðal­verð hluta­bréfa í Íslands­banka hf. síðustu 15 daga fyr­ir birt­ingu útboðslýs­ing­ar, eða síðasta dags­loka­gengi, með allt að 5% af­slætti. Úthlut­an­ir í A-bók verða ekki skert­ar vegna hinna til­boðsbók­anna, en komi til skerðing­ar, verður það gert hlut­falls­lega. Þannig verður al­menn­ingi tryggt lægsta verð og for­gang við út­hlut­un.

  • Til­boðsbók B: Lögaðilar og al­menn­ing­ur geta boðið í hluti í bank­an­um í til­boðsbók B. Þar er lág­marks­kaup­verð 2 m.kr. Úthlut­un er á grund­velli verðs en verðmynd­un fer fram með jafn­væg­isút­boði sam­kvæmt aðferðafræði sem jafn­an er kennd við Hol­land. Verðið má þó aldrei verða lægra en verð A-bók­ar­inn­ar. Þar sem út­hlut­un verður á grund­velli verðs en verðið mun þó aldrei fara niður fyr­ir fast verð A-bók­ar­inn­ar. Úthlut­an­ir til til­boðsbók­ar B verða ekki skert­ar vegna til­boðsbók­ar C.

  • Til­boðsbók C: Stór­ir eft­ir­lits­skyld­ir fag­fjár­fest­ar geta gert til­boð í til­boðsbók C. Þar er tekið við til­boðum fyr­ir að lág­marki 300 m.kr., í kjöl­far markaðsþreif­inga fyr­ir útboð. Markaðsþreif­ing­ar miða að því að fá stóra eft­ir­sókn­ar­verða fag­fjár­festa að borðinu til að tryggja sem mesta eft­ir­spurn í útboðinu. Þess­ir aðilar verða að upp­fylla það skil­yrði að sam­an­lögð fjár­hæð eigna þeirra í stýr­ingu sé jafn­v­irði 70 millj­arða króna eða hærra. Verð í til­boðsbók C er hið sama og mynd­ast í til­boðsbók B.

Á að tryggja þátt­töku allra hópa

„Með þess­um breyt­ing­um er þátt­taka allra fjár­festa­hópa tryggð. Upp­fært fyr­ir­komu­lag útboðs trygg­ir ein­stak­ling­um áfram lægsta verð og for­gang á út­hlut­un, hef­ur gagn­sæja verðmynd­un í B-bók sem einnig gild­ir fyr­ir C-bók, veit­ir stór­um eft­ir­lits­skyld­um fag­fjár­fest­um hefðbundn­ara út­hlut­un­ar­ferli í C-bók og er talið geta aukið selt magn,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK