„Að sjálfsögðu er alvara með tilboðinu“

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Ljósmynd/Aðsend

ViðskiptaMogg­inn leitaði til Al­ex­and­ers J. Hjálm­ars­son­ar hjá Akkri – Grein­ingu og ráðgjöf til að fara yfir mögu­leg­an samruna Ari­on banka og Íslands­banka.

Við fyrstu sýn virðist ein­falda svarið við samruna bank­anna vera að það gangi ein­fald­lega ekki upp, enda minnk­ar sam­keppni á markaði. Nokkuð sem fjár­málaráðherra hef­ur látið hafa eft­ir sér í fjöl­miðlum og vakið hef­ur at­hygli.

Slík­ur samruni get­ur hins veg­ar bætt hag neyt­enda þrátt fyr­ir að sam­keppni minnki sam­kvæmt hefðbundn­um mæli­kvörðum. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins bend­ir á þetta í leiðbein­ing­um sín­um um lá­rétta samruna þar sem kem­ur fram að í ákveðnum til­fell­um megi rétt­læta samruna þrátt fyr­ir sam­keppn­is­höml­ur þar sem hag­kvæmni sem hlýst af samruna veg­ur upp nei­kvæðu áhrif­in af samþjöpp­un. Vísaði banka­stjóri Ari­on til þessa í bréfi til Íslands­banka.

Að mati Al­ex­and­ers gæti kostnaðarsam­legð numið 13-24 millj­örðum á árs­grund­velli. Þar liggja að baki um 8-14 millj­arðar vegna lægri launa­kostnaðar og 5-10 millj­arðar í gegn­um ann­an rekstr­ar­kostnað.

Al­ex­and­er tók sam­an lista yfir stærstu banka Norður­land­anna og hvar ís­lensku bank­arn­ir eru í þeim sam­an­b­urði. Eins og sést á mynd­inni væri sam­einaður banki í 12. sæti miðað við stærð efna­hags. Vert er að benda á að þetta eru ein­ung­is bank­ar á Norður­lönd­un­um og ef bönk­um á meg­in­landi Evr­ópu er bætt við mynd­ina kem­ur ís­lenska krílið enn bet­ur í ljós.

Annað sem Al­ex­and­er bend­ir á er að all­ir þrír ís­lensku bank­arn­ir eru skil­greind­ir sem kerf­is­lega mik­il­væg­ir. Minnsti bank­inn, fyr­ir utan þá ís­lensku, sem er skil­greind­ur sem kerf­is­lega mik­il­væg­ur er Syd­bank í Dan­mörku en efna­hag­ur hans er tvö­falt stærri en Lands­bank­ans.

ViðskiptaMogg­inn leitaði jafn­framt til Bene­dikts Gísla­son­ar, banka­stjóra Ari­on banka, sem benti á að umræða hans um reglu­verk sner­ist einkum um evr­ópska reglu­verkið og hve íþyngj­andi það sé fyr­ir lít­il fjár­mála­fyr­ir­tæki sem lúta einnig sér­ís­lensk­um regl­ur og álög­um. Bene­dikt var spurður hvort það væri raun­veru­leg al­vara á bak við bréf stjórn­ar eða hvort frek­ar ætti að líta á þetta sem ábend­ingu til ráðamanna. Svar Bene­dikts var af­drátt­ar­laust: „Að sjálf­sögðu er full al­vara á bak við þessa til­kynn­ingu. Það er ekki létt­væg ákvörðun að senda hana út og stjórn­in tel­ur þetta mögu­legt.“

Grein­in birt­ist í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út í morg­un.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK