Bankarnir litlir í samanburði við Norðurlönd

Arion banki hefur lýst yfir áhuga á að reyna samruna …
Arion banki hefur lýst yfir áhuga á að reyna samruna við Íslandsbanka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Inn­herji er skoðana­dálk­ur ViðskiptaMogg­ans

Banka­stjóri Ari­on banka sendi bréf, fyr­ir hönd stjórn­ar bank­ans, seint síðasta föstu­dag þar sem lýst er yfir vilja til að sam­ein­ast Íslands­banka. Sá svaraði skömmu síðar áhuga­sam­ur. Aug­ljós­lega hef­ur Íslands­banki vitað að þetta bréf Ari­on væri að koma.

Tíma­setn­ing­in er held­ur ekki til­vilj­un enda rík­is­stjórn­in sama dag að til­kynna hvernig staðið verði að sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í Íslands­banka. Til­boðsbæk­urn­ar þrjár kynnt­ar þar sem al­menn­ing­ur nýt­ur for­gangs við út­hlut­un. Að sögn fjár­málaráðuneyt­is­ins mun hlut­lægni, hag­kvæmni, jafn­ræði og gagn­sæi ráða ríkj­um. Merki­legt að ekki hafi verið hægt að setja fram fleiri gild­is­hlaðin orð í yf­ir­lýs­ingu ráðuneyt­is­ins. Hefði kannski getað bent á að nú er sal­an fram­kvæmd með Ingu Sæ­land í rík­is­stjórn. Áður hafði hún sett á stefnu eld­hús­flokks­ins að selja ekki Íslands­banka, stóð stolt á móti því síðast en er nú í þægi­leg­um ráðherra­stól.

Tíma­setn­ing Ari­on er út­hugsuð þó hún virðist koma flest­um á óvart. Til­kynn­ing­in er orðuð sem hvöss ábend­ing til rík­is­ins en ekki endi­lega sem eig­in­leg viðskipta­leg hug­mynd. Banka­stjóri Ari­on bend­ir á hinar ýmsu sér­ís­lensku regl­ur, hærri eig­in­fjár­kröf­ur, skatta og álög­ur sem auka kostnað bank­anna, svo­kallað Íslands­álag. Því til viðbót­ar bæt­ast við ýms­ar reglu­gerðir frá Evr­ópu­sam­band­inu eins og um sjálf­bærni og flokk­un, sem all­ar auka kostnað.

Banka­stjór­inn nefn­ir síðan sér­stak­lega í bréfi sínu að hann sé til­bú­inn að vinna með Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu til að tryggja að 5 millj­arðar króna, að lág­marki, af þeim ár­lega sparnaði sem komi til með að mynd­ast við samrun­ann skili sér til neyt­enda á ári hverju. Það séu 50 millj­arðar hvorki meira né minna á 10 árum, skrif­ar banka­stjór­inn. Af hverju benti hann ekki á að það væru 500 millj­arðar á 100 árum? Það vita all­ir að slík­ur samn­ing­ur verður aldrei gerður og Sam­keppnis­eft­ir­litið ekki á nokk­urn hátt í stakk búið til að gera slík­an samn­ing. Þetta veit líka banka­stjóri Ari­on. Ein helsta hagræðing­in er fólg­in í því að segja upp fleiri hundruð banka­starfs­mönn­um en það er viðkvæm­ara mál.

Banka­stjór­inn vís­ar einnig til þess að vaxtaum­hverfi á Íslandi yrði lík­lega betra með sam­einuðum banka þar sem fjár­mögn­un er­lend­is yrði betri. Það er ólík­legt því bank­arn­ir flokk­ast áfram sem ís­lensk­ir og verða enn litl­ir í sam­an­b­urði við banka á Norður­lönd­un­um eins og kem­ur fram í forsíðufrétt ViðskiptaMogg­ans. Til þess að breyta því þyrftu þeir að starfa fyr­ir utan Ísland, áhætta þeirra og rekst­ur þannig dreifðari. Þá er komið að Íslands­álag­inu aft­ur enda fór illa síðast.

Það sem vek­ur at­hygli er að banka­stjóri Ari­on geng­is­fell­ir til­boð sitt nokkuð með greina­skrif­um sín­um strax dag­inn eft­ir. Til­boðið virðist helst gert til að fylgja eft­ir greina­skrif­um hans um Íslands­álagið og reyna að hrista upp í stjórn­mála­mönn­un­um, ekki sé allt með felldu varðandi álög­ur á banka­kerfið. Banka­stjór­inn ít­rek­ar hins veg­ar hér í ViðskiptaMogg­an­um að full al­vara liggi að baki til­boðinu.

Fjár­málaráðherra var hins veg­ar ekki lengi að lýsa því yfir að þetta breyti engu um fyr­ir­ætlan­ir rík­is­ins að selja Íslands­banka og samruni sé ekki góður fyr­ir sam­keppni. For­sæt­is­ráðherra gekk enn lengra og virt­ist slá þetta al­farið útaf borðinu.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK