Play athugunarmerkt í Kauphöll

Kauphöllin sendi einnig út athugunarmerkingu vegna Play á síðasta ári.
Kauphöllin sendi einnig út athugunarmerkingu vegna Play á síðasta ári. mbl.is/Eggert

Play hef­ur verið at­hug­un­ar­merkt hjá Kaup­höll­inni. Vísað er til til­kynn­ing­ar þar sem fram koma at­huga­semd­ir end­ur­skoðanda í árs­reikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir 2024 sem birt­ur var síðasta mánu­dag. Þar kem­ur fram að vafi sé um áfram­hald­andi rekstr­ar­hæfi út­gef­anda (e. go­ing concern).

Fram kem­ur að at­hug­un­ar­merk­ing­in sé fram­kvæmd með vís­an í ákvæði 4.1.1. (f) í reglu­bók Nas­daq fyr­ir skráð fé­lög á nor­ræna aðal­markaðnum. Í því ákvæði er vísað til óvissu um fjár­hags­stöðu fé­lags.

Kaup­höll­in sendi einnig út at­hug­un­ar­merk­ingu vegna Play á síðasta ári en á þeim tíma var fé­lagið skráð á First North vaxt­ar­markaðinn. Play færði sig yfir á aðal­markaðinn í ág­úst í fyrra.

Einar Örn Ólafsson forstjóri Play.
Ein­ar Örn Ólafs­son for­stjóri Play. mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Mik­il­vægt að skýra þýðingu árit­un­ar­inn­ar

Í viðtali við ViðskiptaMogg­ann, sem kom út í morg­un, sagði Ein­ar Örn Ólafs­son for­stjóri Play að enn sé ekki hægt að taka já­kvæð áhrif nýs viðskiptalík­ans með í reikn­ing­inn við end­ur­skoðun á árs­reikn­ingi Play.

„Í ábend­ingu end­ur­skoðanda um rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins, í þó fyr­ir­vara­lausri árit­un á árs­reikn­ingi, ber því að hafa í huga að þar eru þau áhrif ekki kom­in fram. Eins og ég segi sjá­um við að breyt­ing­arn­ar muni bæta fjár­hag fé­lags­ins til muna á ár­inu 2025,“ seg­ir Ein­ar Örn.

Hann seg­ir mik­il­vægt að skýra þýðingu árit­un­ar end­ur­skoðand­ans.

„Þetta þýðir aðeins að stjórn Play ger­ir sér grein fyr­ir að staða fé­lags­ins er þannig að ef aðstæður þró­ast til verri veg­ar kann að vera rétt að auka fjár­hags­leg­an styrk fé­lags­ins. Það er aðeins það sem hún þýðir,“ seg­ir Ein­ar Örn.

Mikl­ar sveifl­ur hafa verið á gengi bréfa fé­lags­ins en frá árs­byrj­un hef­ur gengi fé­lags­ins lækkað um 7,5%. Ef litið er til síðastliðins mánuðar hef­ur gengi fé­lags­ins hins veg­ar lækkað um 21%. Í dag lækkaði gengi fé­lags­ins um 7,5% í litl­um viðskipt­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK