Enn ein úthlutunarnefnd ríkisins?

Landsfundur Flokks fólksins hyllir ákaft leiðtoga sinn, Ingu Sæland.
Landsfundur Flokks fólksins hyllir ákaft leiðtoga sinn, Ingu Sæland. mbl.is/Ólafur Árdal

Inn­herji er skoðana­dálk­ur ViðskiptaMogg­ans.

Lands­fundi Ingu Sæ­land er nú loks­ins lokið, eft­ir ára­langa bið. Eft­ir fund­inn liggja fyr­ir mikl­ar stjórn­mála­álykt­an­ir þar sem einna helst er ákveðið að stefna að því að breyta Lands­bank­an­um í „sam­fé­lags­banka“, eins og það er orðað. Hvað þýðir að flokk­ur­inn ætli að stefna að þessu mark­miði, er hann að berj­ast fyr­ir þessu eða ekki? Hvað þýðir þessi skil­grein­ing síðan fyr­ir Lands­bank­ann og sam­fé­lagið í heild?

Það sem ef­laust er átt við er að stjórn­mála­menn fái til sín enn meira vald yfir banka­kerf­inu. Geti þannig, með því að end­ur­skil­greina rekst­ur fé­lags í eigu rík­is­ins, stýrt lán­töku og aðgerðum bank­ans. Er stjórn­mála­mönn­um treyst­andi þegar kem­ur að banka­rekstri þegar komið hef­ur í ljós að leik­regl­ur sam­fé­lags­ins virðast ekki eiga við um þá?

Inga Sæ­land skil­grein­ir sig síðan sem ein­hvers kon­ar friðardúfu í einni álykt­un­inni. Get­ur ef­laust við það verk­efni fengið Ástþór Magnús­son til liðs við sig og Frið 2000. Árang­ur­inn verður lík­lega ekki síðri.

Það er hið minnsta ljóst, miðað við hót­an­ir síðustu vikna, að eng­inn tengd­ur þeim sem Inga Sæ­land og henn­ar friðardúf­ur skil­greina sem óþægan ljá í þúfu munu fá fyr­ir­greiðslu í nýja sam­fé­lags­bank­an­um. Hvernig fer þessi stefna líka sam­an við yf­ir­lýst mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar að selja hlut sinn í Íslands­banka?

Flokk­ur­inn ætl­ar jafn­framt að byggja upp nýtt hús­næðis­kerfi þar sem stjórn­mála­menn­irn­ir munu stýra upp­bygg­ing­unni og út­hlut­un en ekki markaður­inn. Flokk­ur­inn ætl­ar að beita sér fyr­ir efna­hags­stefnu sem „trygg­ir hjöðnun verðbólgu og lækk­un vaxta“. All­ir flokk­ar lands­ins eru með það að mark­miði. Rétt­ara væri að flokk­ur­inn skil­greindi hvernig hann ætl­ar að ná þessu mark­miði. Í ölli falli treyst­ir flokk­ur­inn ekki Seðlabank­an­um í því verk­efni ef tekið er mið af árás­um á hann af einni helstu friðardúfu flokks­ins, Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni.

For­gang­ur heim­ila og ein­stak­linga skal vera á raf­orku er síðan enn ein álykt­un­in, lík­lega þannig að stjórn­mála­menn ákveði hver fái aðgang að raf­orkunni. Miðað við það sem á und­an er gengið verður al­menn­ing­ur tölu­vert neðar í þeirri út­hlut­un en vin­ir og ætt­ingj­ar flokks­ins.

Það er öll­um ljóst að stjórn­mála­menn eru ekki hæf­ast­ir til að stýra markaðnum, hvort sem það er með rekstri banka, upp­bygg­ingu hús­næðis eða út­hlut­un raf­orku. Slík verk­efni hafa öll beðið skip­brot í hönd­um stjórn­mála­manna. Fólk sem býr ekki til nein verðmæti held­ur end­urút­hlut­ar eft­ir eig­in geðþótta þeim verðmæt­um sem markaður­inn mynd­ar hef­ur eng­an skiln­ing á verðmæta­sköp­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK