Spilling á viðburðastöðum

Harpa á mikið af búnaði að sögn Ingólfs.
Harpa á mikið af búnaði að sögn Ingólfs. Arnþór Birkisson

Ingólf­ur Arn­ar­son fram­kvæmda­stjóri HljóðX, sem sér­hæf­ir sig í upp­setn­ingu tækni­búnaðar fyr­ir tón­leika, ráðstefn­ur, vöru­sýn­ing­ar o.fl., seg­ir að spill­ing ríki hjá op­in­ber­um viðburðastöðum. Vinátta og frænd­hygli úti­loki aðila eins og HljóðX frá þátt­töku á markaðnum þegar kem­ur að vali á búnaði inn á staði eins og Borg­ar­leik­húsið, RÚV, Hof og Hörpu.

Hann seg­ir að þetta lýsi sér t.d. í því hvernig menn leita til­boða í tæki inn á staðina og hvernig fundn­ar eru leiðir til að úti­loka þá sem ekki eru vin­ir rétta fólks­ins.

„Harpa er mjög skýrt dæmi. Við kærðum hana til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins árið 2013. Eft­ir­litið gaf út úr­sk­urð okk­ur í hag en Harpa fór svo ekk­ert eft­ir hon­um.“

Ráða ekki sjálf­ir

Hann seg­ir að lista­menn og ráðstefnu­hald­ar­ar í Hörpu ráði ekki sjálf­ir við hvern þeir versla hvað varðar hljóð- og ljósa­kerfi. All­ir verði að leigja búnað Hörp­unn­ar. „Þegar þeirra búnaður dug­ar ekki er leitað til okk­ar og annarra tækjaleiga sem vara­skeifu. Það er grát­bros­legt því þetta fyr­ir­komu­lag er að drepa niður alla sam­keppni.“

Ingólf­ur seg­ir að eft­ir því sem Harpa kaupi meira inn af búnaði því erfiðara sé fyr­ir leig­urn­ar að halda áfram að bjóða góð tæki. Tekj­urn­ar drag­ist sam­an.

Ingólfur Arnarson framkvæmdastjóri HljóðX.
Ingólf­ur Arn­ar­son fram­kvæmda­stjóri HljóðX.

Ingólf­ur seg­ir HljóðX hafa kært útboð Hörpu á ljósa­kerfi fyr­ir tveim­ur árum. „Við vor­um með hag­stæðasta til­boðið en kær­u­nefnd útboðsmá­la dæmdi útboðið ógilt. Hörpu var gert að greiða kostnað okk­ar sem hún hef­ur enn ekki gert.“

Hann seg­ir að í stað þess að end­ur­taka útboðið á lög­leg­an hátt hafi Harpa brugðist við með því að láta Rík­is­kaup búa til gögn fyr­ir ramma­samn­ing. Þar hafi þannig verið búið um hnút­ana að ein­ung­is ákveðnir aðilar gátu tekið þátt í útboðinu. „Það er með ólík­ind­um hvernig þetta um­hverfi er,“ seg­ir Ingólf­ur að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK