Íslandsbanki afþakkar samrunaviðræður við Arion

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri …
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Samsett mynd

Stjórn Íslands­banka hf. afþakk­ar boð um samrunaviðræður við Ari­on banka hf. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar. Stjórn bank­ans þakk­ar Ari­on fyr­ir sýnd­an áhuga á samruna við Íslands­banka.

Stjórn Íslands­banka barst bréf frá banka­stjóra og stjórn­ar­for­manni Ari­on banka, þann 14. fe­brú­ar síðastliðinn, þar sem óskað var eft­ir því að bank­arn­ir hæfu samrunaviðræður. 

Í til­kynn­ingu seg­ir að stjórn Íslands­banka hafi fjallað vand­lega um málið og eft­ir ít­ar­lega yf­ir­ferð og grein­ingu er það niðurstaða stjórn­ar bank­ans að hefja ekki samrunaviðræður við Ari­on.

„Íslands­banki hef­ur markað sér mjög skýra stefnu þar sem áhersla er lögð á arðsemi, fram­sækni, þjón­ustu og upp­lif­un viðskipta­vina. Bank­inn hef­ur horft til raun­hæfra innri og ytri vaxt­ar­tæki­færa sem styðja við stefnu bank­ans. Hjá Íslands­banka er stöðugt unnið að auk­inni skil­virkni og hagræðingu, sem mun skila sér til viðskipta­vina og hlut­hafa bank­ans. Eigið fé bank­ans er tölu­vert um­fram mark­mið, sem gef­ur tæki­færi til arðbærs vaxt­ar. Enn frem­ur tel­ur stjórn bank­ans það vera mikið hags­muna­mál fyr­ir alla hlut­hafa Íslands­banka að sölu­ferli á eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­an­um gangi greiðlega fyr­ir sig," seg­ir í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar.

Fram kem­ur að stjórn bank­ans tek­ur und­ir ýmis sjón­ar­mið í bréfi Ari­on um mögu­legt hagræði sem gæti hlot­ist af samr­un­um á inn­lend­um banka­markaði og að lækka megi kostnað með auknu sam­starfi um innviði bankaþjón­ustu, lægri skött­um og hóf­leg­um eig­in­fjár­kröf­um. Hins veg­ar er það mat stjórn­ar Íslands­banka að mjög ólík­legt sé að sá samruni sem stjórn Ari­on legg­ur til fá­ist samþykkt­ur af Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu við nú­ver­andi aðstæður nema gegn ströng­um og afar íþyngj­andi skil­yrðum.

„Íslands­banki mun leit­ast eft­ir sam­tali við stjórn­völd, Seðlabanka Íslands og aðra hags­munaaðila um það hvernig auka megi sam­starf um innviði fjár­mála­kerf­is­ins í því skyni að ná fram auk­inni hagræðingu til hags­bóta fyr­ir viðskipta­vini og hlut­hafa og á sama tíma efla sam­keppni á fjár­mála­markaði," seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK