Hefnd Nixons

Agnar Tómas Möller, fjárfestir og sagnfræðinemi.
Agnar Tómas Möller, fjárfestir og sagnfræðinemi. Ljósmynd/Aðsend

Í ný­leg­um pistli á frétta­veit­unni „The Free Press“ benti sagn­fræðing­ur­inn Niall Fergu­son á viss lík­indi með seinni for­setatíð Don­alds Trumps og for­vera hans Rich­ards Nixons sem mætti kalla „hefnd Nixons“. Trump hef­ur op­in­ber­lega dáðst að Nixon og það sem sam­ein­ar þá helst að mati Fergu­sons sé „póli­tísk­ur real­ismi“, þar sem til­gang­ur­inn, meint vel­gengni Banda­ríkj­anna, helgi meðalið. Öfugt við Nixon sem kom á hlý­leg­um sam­skipt­um við Kína, m.a. til að reka dýpri fleyg í sam­skipti komm­ún­ista­ríkj­anna, virðist Trump vilja koma sér mjúk­inn hjá Pútín, meðal ann­ars til að draga hann úr faðmi Kína. Þannig hef­ur Fergu­son kallað Trump „önd­verðan“ (e. reverse) Nixon að því leyti.

Þrátt fyr­ir ólík­ar kring­um­stæður eiga Nixon og Trump það sam­eig­in­legt að hafa viljað veik­ari doll­ar. Nixon af­nam gullfót doll­ars­ins en Trump og efna­hags­ráðgjaf­ar hans vilja lækka lang­tíma­vexti og um leið virði doll­ars­ins, til að efla inn­lenda iðnaðarfram­leiðslu. Tolla­stríð for­set­ans leik­ur stórt hlut­verk í þeirri ætl­un sem hef­ur verið nefnd „Mar-a-Lago-sam­komu­lagið“ og bygg­ist í sinni ein­föld­ustu mynd á því að minnka fjár­laga- og viðskipta­halla í sam­an­b­urði við önn­ur ríki og draga úr sam­neyslu, einkum fyr­ir til­stilli „deild­ar skil­virks op­in­bers rekst­urs“, eða „DOGE“ (áætl­un­in er út­skýrð vel af efna­hags­grein­and­an­um Jim Bianco í hlaðvarp­inu „Odd Lots“, en er ann­ars eignuð Stephen Mir­an efna­hags­ráðgjafa Trumps).

Þannig sé hinn gríðarlegi fjár­laga­halli Banda­ríkj­anna, yfir 6% árið 2024, og skuld­ir um 125% af lands­fram­leiðslu, aðalástæða hárra lang­tíma­vaxta í Banda­ríkj­un­um og styrks doll­ars­ins og und­ir­rót „vand­ans“ hlut­falls­lega mun hærri út­gjöld til hernaðar­mála í Banda­ríkj­un­um. Þótt hegðun Banda­ríkja­stjórn­ar beri merki um trú á að heimsveldið standi í full­um blóma, eru dökk ský á lofti þar sem vaxta­greiðslur af skuld­um banda­ríska rík­is­ins skyggðu í fyrsta skipti á út­gjöld hernaðar­mála á liðnu ári. Sam­kvæmt lög­máli kenndu við skoska 18. ald­ar heim­spek­ing­inn Adam Fergu­son hef­ur það verið sterk­ur fyr­ir­boði um fall heimsvelda, nú sein­ast hins breska á miðri 20. öld. Ástæðu stór­karla­legr­ar ut­an­rík­is­stefnu Trumps megi að hluta rekja til meðvit­und­ar um eig­in veik­leika, líkt og Nixon vissi að Víet­nam­stríðið var tapað við byrj­un 8. ára­tug­ar­ins hafa Banda­rík­in í dag ekki bol­magn til að eiga við Kína, Rúss­land og Norður-Kór­eu á sama tíma.

En ólíkt Nixon er Trump viðskipta­stríðsfor­seti, en ekki stríðsfor­seti, og má segja að í kjöl­far húðstrýk­ing­ar Úkraínu­for­seta í Hvíta hús­inu hafi fyrsti leik­ur­inn í efna­hags­áætl­un­inni verið leik­inn með fyr­ir­heit­um Evr­ópu­ríkja um ít­ur­vaxna sjóði til efl­ing­ar hervörn­um og aflétt­ing­ar skuldaþaka. Fylgdi mesta hækk­un lang­tíma­vaxta í Evr­ópu frá falli Berlín­ar­múrs­ins og mun­ur­inn við Banda­rík­in hef­ur minnkað um u.þ.b. 0,75% á ein­um mánuði og gengi doll­ars­ins fallið um 4%. Telja fjár­fest­ar í aukn­um mæli að tolla­stríð og niður­skurður rík­is­út­gjalda gæti leitt banda­ríska hag­kerfið í kreppu og hef­ur Trump sagt það óhjá­kvæmi­leg­an en tíma­bund­inn fylgi­fisk efna­hags­stefnu sinn­ar.

Í þessu brim­róti má líta til Íslands nú þegar skulda­hlut­föll margra stærstu vest­rænna ríkja eru í sögu­legu há­marki og lág­vaxta­tíma­bilið liðið und­ir lok. Láns­hæf­is­mat Íslands hef­ur farið stíg­andi, brúttó skuld­ir veru­lega und­ir meðaltali OECD (77% vs. 120%) en engu að síður eru tíu ára vext­ir nú um 7%, 3-4% yfir Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um, sem er hærra en til­efni er til. Nú þegar markaðir gefa sterk merki um að vax­andi skulda­byrði og halla­rekst­ur hins op­in­bera leiði til hærri markaðsvaxta er tæki­færi fyr­ir ís­lenska ríkið að senda skila­boð og grípa til aðgerða sem gætu minnkað skuld­ir og vax­andi vaxta­byrði rík­is­sjóðs – lík­lega mest aðkallandi hags­muna­mál þjóðarbús­ins. Þótt Nixon gangi aft­ur ætti Ísland ekki endi­lega að skelfast það.

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út í gær.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK