Smyril Line sigurvegari

Fyrsta skiptið sem Brandr velur bestu vörumerkin utan Íslands.
Fyrsta skiptið sem Brandr velur bestu vörumerkin utan Íslands. Ljósmynd/Lucas Frayssinet

Vörumerkja­stof­an Brandr veitti á dög­un­um viður­kenn­ing­ar fyr­ir bestu vörumerki Fær­eyja, líkt og stof­an hef­ur gert hér á landi síðastliðin ár.

Á ein­stak­lings­markaði vann Smyr­il Line, fyr­ir­tæki sem er vel þekkt á Íslandi fyr­ir ferju­sigl­ing­ar til Seyðis­fjarðar. Á fyr­ir­tækja­markaði vann lax­eld­is­fyr­ir­tækið Bakkafrost.

Viðburður­inn heppnaðist vel. 160 manns mættu, þar á meðal all­ir helstu forkólf­ar fær­eysks at­vinnu­lífs. Opn­un­ar­ræðu flutti Högni Höy­dal, ut­an­rík­is- og at­vinnu­málaráðherra Fær­eyja, og fjallaði hann þar um mik­il­vægi viðburðar­ins fyr­ir fær­eyskt at­vinnu­líf.

Fyrsta af mörg­um

Friðrik Lar­sen, stofn­andi og eig­andi Brandr, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að viðburður­inn sé sá fyrsti sem Brandr held­ur utan Íslands og bætti við að Fær­eyj­ar séu von­andi aðeins fyrsta landið af mörg­um þar sem þess­ir viðburðir verði haldn­ir. „Þetta gekk mjög vel og í raun er magnað hvað bolt­inn fór fljótt að rúlla í Fær­eyj­um. Við stofnuðum úti­bú í land­inu í maí í fyrra,“ út­skýr­ir Friðrik.

Hann seg­ir ánægju­legt hvað hin staðlaða aðferðafræði Brandr við valið, sem sé búin að þrosk­ast síðustu ár á Íslandi, hafi virkað vel í Fær­eyj­um. „Það var gam­an að sjá það sér­stak­lega af því að við þekkt­um markaðinn ekki neitt fyr­ir­fram að heitið geti.“

Friðrik seg­ir að það sé mik­il­vægt að læra af markaði eins og Fær­eyj­um sem sé minni en Ísland. „Það mun nýt­ast okk­ur vel í sókn á næstu markaði sem eru Írland, Pól­land og Eystra­saltslönd­in. Að auki er stefnt á stærri markaði á kom­andi árum. Verðlaun­in eru ein besta aðferð okk­ar til að afla frek­ari viðskipta í lönd­un­um.“

Friðrik seg­ir að næsti viðkomu­staður Brandr-verðlaun­anna verði Írland, lík­lega árið 2027. Mark­miðið er svo að hafa viðburðina í lönd­un­um ár­lega, rétt eins og verið hef­ur á Íslandi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK