Spá lækkun ársverðbólgu í 3,9%

Hagsjá gefin út í dag af Landsbankanum.
Hagsjá gefin út í dag af Landsbankanum. Morgunblaðið/Karítas

Lands­bank­inn spá­ir því að vísi­tala neyslu­verðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars en ár­sverðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Þetta kem­ur fram í grein­ingu bank­ans, Hag­sjá sem bank­inn gaf út í dag.

Í grein­ing­unni er gert ráð fyr­ir að janúar­út­söl­ur á föt­um og skóm klárist í mars og að sá liður hafi mest áhrif á hækk­un vísi­töl­unn­ar á milli mánaða. Gert er ráð fyr­ir að reiknuð húsa­leiga þró­ist með svipuðum hætti og síðustu mánuði og bank­inn spá­ir 0,5% hækk­un í mars. Í mars í fyrra hækkaði reiknuð húsa­leiga mikið eða um 2,1% og gangi spá bank­ans eft­ir nú hef­ur sá liður mest áhrif til lækk­un­ar á ár­sverðbólgu.

Í grein­ing­unni er bú­ist við að verðbólga verði stöðug í kring­um 4% næstu mánuði. Þar er sér­stak­lega til­greint að komið sé að kafla­skil­um í bar­átt­unni við verðbólg­una og að það hægi á hjöðnun henn­ar.

Bank­inn spá­ir spá­ir því að vísi­tala neyslu­verðs hækki um 0,54% í mars, 0,74% í apríl, 0,32% í maí og 0,49% í júní. Gangi spá­in eft­ir verður verðbólga nokkuð stöðug í kring­um 4% næstu mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK