Jafnlaunavottun kostnaðarsöm

Jafnréttisstofa sem fer með jafnlaunavottun heyrir undir yfirstjórn dómsmálaráðherra, Þorbjargar …
Jafnréttisstofa sem fer með jafnlaunavottun heyrir undir yfirstjórn dómsmálaráðherra, Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur. Morgunblaðið/Karítas

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur lagt fram frum­varp þess efn­is að jafn­launa­vott­un sem mörg­um fyr­ir­tækj­um er skylt að inn­leiða í starf­semi sína verði val­kvæð.

„Það hef­ur verið sýnt fram á að eng­inn ávinn­ing­ur er af þessu ferli en mik­ill kostnaður fylg­ir því. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa til að mynda þurft að ráða inn starfs­mann vegna þessa og dæmi eru um að fólk fái neit­un um launa­hækk­un og vísað sé til þess að ekki sé hægt að hækka laun sök­um vott­un­ar­inn­ar,“ seg­ir Diljá.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins fram­kvæmdu í annað sinn könn­un meðal aðild­ar­fé­laga sinna sl. haust um reynslu þeirra af jafn­launa­vott­un, þar sem meðal ann­ars var spurt um bein­an kostnað þeirra við ferlið. Inn­leiðing jafn­launa­vott­un­ar kostaði að meðaltali 7,6 millj­ón­ir, jafn­launastaðfest­ing kostaði 2,7 millj­ón­ir og end­ur­nýj­un jafn­launa­vott­un­ar kostaði 2,1 millj­ón.

Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að það sé mis­jafnt hvernig sá kostnaður skipt­ist, en helstu kostnaðarliðir eru aðkeypt ráðgjöf og þjón­usta, nýr hug­búnaður, samn­ing­ur við vott­un­araðila og tími eig­in starfs­fólks. Hjá mörg­um fyr­ir­tækj­um er kostnaður við tíma starfs­fólks stærsti kostnaðarliður­inn en jafn­framt get­ur verið erfitt að meta hann með jafn ná­kvæm­um hætti og aðra liði.

„Mik­ill­ar nei­kvæðni gætti gagn­vart ferl­inu í opn­um svör­um at­vinnu­rek­enda þar sem yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti svar­enda veitti af­ger­andi nei­kvæða end­ur­gjöf. Þar kom helst fram að ferlið væri kostnaðarsamt, fram­kvæmd­in væri erfið og tíma­frek, þjónaði ekki til­gangi miðað við eðli fyr­ir­tækj­anna, sam­ræmd­ist illa fram­kvæmd kjara­samn­inga, út­tekt­ir væru of tíðar, erfitt væri að umb­una framúrsk­ar­andi starfs­fólki óháð kyni og að vott­un­in ætti að vera val­kvæð,“ seg­ir Anna Hrefna en bæt­ir við að þó hafi ein­hverj­ir verið já­kvæðir gagn­vart ferl­inu og talið staðal­inn geta hjálpað fyr­ir­tækj­um að auka form­festu í launa­ákvörðunum.

Grein­in birt­ist í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK