Misheppnuð fjármálastjórn ÍL-sjóðs

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:32
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:32
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Aðal­vand­inn hjá Íbúðalána­sjóði lá fyrst og fremst í upp­setn­ing­unni á sjóðnum eða mis­heppnaðri fjár­mála­stjórn.

Þetta seg­ir Agn­ar Tóm­as Möller, sagn­fræðinemi og fjár­fest­ir, í viðskipta­hluta Dag­mála sem sýnd­ur var á mbl.is í gær. Þar var rætt um mál­efni ÍL-sjóðs, skulda­bréfa­markaði og er­lend­ar og inn­lend­ar efna­hags­horf­ur.

„Það voru fög­ur fyr­ir­heit um áhættu­stýr­ingu og það ætti að halda öllu greiðsluflæði skulda og eigna í jafn­vægi. Svo fýk­ur það út um glugg­ann og strax eft­ir fjár­mála­hrunið er sjóður­inn kom­inn und­ir þessi fjög­urra pró­senta eig­in­fjár­mörk. Og stjórn­mála­menn sparka doll­unni á und­an sér,“ seg­ir Agn­ar.

Spurður hvort það megi að hans mati draga þann lær­dóm af ÍL-sjóðsmá­l­inu að það sanni að hug­mynd­in um sam­fé­lags­banka virki ekki seg­ir Agn­ar að hann myndi ekki endi­lega álykta það.

„Það er vissu­lega hægt að vera með ein­hvers kon­ar op­in­ber­an sam­fé­lags­sjóð eða banka en það þarf að vera skýrt hver tek­ur ábyrgðina ef illa fer og í þessu til­viki var lagt upp með að það yrði rík­is­sjóður. Það myndi ég segja að væri svo­lítið hættu­legt,“ seg­ir Agn­ar.

Áskrif­end­ur geta horft á þátt­inn í heild sinni hér:

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK