Aðstoðarmaður Bjarna til Símans

Hersir Aron Ólafsson sér um upplýsingamál Símans ásamt því að …
Hersir Aron Ólafsson sér um upplýsingamál Símans ásamt því að vera aðstoðarmaður forstjóra. Steindór Emil Sigurðsson verið ráðinn sem forstöðumaður viðskiptaþróunar og vörustýringar á fyrirtækjamarkaði Ljósmyndir/Síminn

Hers­ir Aron Ólafs­son, sem var aðstoðarmaður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fyrr­ver­andi for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur verið ráðinn sem for­stöðumaður sam­skipta og fjár­festa­tengsla hjá Sím­an­um. 

Þá hef­ur Stein­dór Emil Sig­urðsson verið ráðinn sem for­stöðumaður viðskiptaþró­un­ar og vöru­stýr­ing­ar á fyr­ir­tækja­markaði og mun þar leiða upp­bygg­ingu fyr­ir­tækjalausna Sím­ans. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá Sím­an­um.

Hers­ir mun auk þess að gegna starfi for­stöðumanns vera aðstoðarmaður for­stjóra og mun vinna með fram­kvæmda­stjórn að inn­leiðingu nýrr­ar stefnu fé­lags­ins ásamt áfram­hald­andi þróun og vexti.

Hers­ir er lög­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands og hef­ur lokið prófi í verðbréfaviðskipt­um. Und­an­far­in ár hef­ur hann starfað sem aðstoðarmaður for­sæt­is-, ut­an­rík­is- og fjár­málaráðherra. Áður starfaði Hers­ir meðal ann­ars sem lög­fræðing­ur Ölmu íbúðafé­lags, hjá LOGOS lög­mannsþjón­ustu og sem fréttamaður og þátta­stjórn­andi á Stöð 2 og mbl.is.

Deild­in sem Stein­dór mun stýra er ný inn­an fé­lags­ins, en það er í sam­ræmi við áherslu á að fjölga og bæta enn frek­ar fram­boð sta­f­rænna lausna til fyr­ir­tækja.

Stein­dór er með M.Sc. gráðu í verk­fræði frá DTU í Dan­mörku og hef­ur 25 ára reynslu af sér­fræði- og stjórn­un­ar­störf­um inn­an ný­sköp­un­ar og vöruþró­un­ar. Stein­dór kem­ur frá Control­ant þar sem hann var lengst af í hlut­verki for­stöðumanns þró­un­ar, en áður starfaði hann hjá Mar­orku, Sím­an­um, Industria og Nokia.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK