Afkoma hins opinbera versnar milli ára

Áætlað er að heildartekjur hins opinbera á verðlagi hvers árs …
Áætlað er að heildartekjur hins opinbera á verðlagi hvers árs hafi aukist um 5,8% á milli áranna 2023 og 2024 en heildarútgjöld hins opinbera hafi aukist um 8,6%. Ljósmynd/Aðsend

Tekju­jöfnuður hins op­in­bera var nei­kvæður um 160,8 millj­arða króna árið 2024 sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um eða sem nem­ur 3,5% af vergri lands­fram­leiðslu árs­ins (VLF). Til sam­an­b­urðar var af­kom­an árið 2023 nei­kvæð um 2,3% af VLF eða 99,5 millj­arða króna.

Þetta kem­ur fram í frétt á vef Hag­stofu Íslands.

Áætlað er að heild­ar­tekj­ur hins op­in­bera á verðlagi hvers árs hafi auk­ist um 5,8% á milli ár­anna 2023 og 2024 en heild­ar­út­gjöld hins op­in­bera hafi auk­ist um 8,6%.

42 millj­arða króna halli á fjórða árs­fjórðungi 2024

Áætlað er að tekju­jöfnuður hins op­in­bera hafi verið nei­kvæður um 42,2 millj­arða króna á fjórða árs­fjórðungi 2024 eða sem nem­ur 3,6% af VLF árs­fjórðungs­ins. Til sam­an­b­urðar var 65,2 millj­arða króna halli hjá hinu op­in­bera á fjórða árs­fjórðungi 2023. Áætlað er að tekj­ur hins op­in­bera hafi auk­ist um 7,1% og heild­ar­út­gjöld um 2,1% á tíma­bil­inu.

Tekj­ur hins op­in­bera 42,8% af VLF

Tekj­ur hins op­in­bera eru áætlaðar 1.974,4 millj­arðar króna árið 2024 eða sem nem­ur 42,8% af VLF. Til sam­an­b­urðar mæld­ust tekj­ur hins op­in­bera 1.866,8 millj­arður króna árið 2023 eða 43,0% af VLF þess árs. Á verðlagi hvers árs juk­ust þar með tekj­ur hins op­in­bera um 107,7 millj­arða á ár­inu 2024, borið sam­an við fyrra ár, eða 5,8%.

Áætlað er að heild­ar­tekj­ur rík­is­sjóðs hafi auk­ist um 4,9% frá fyrra ári og að þær nemi 1.432,9 millj­örðum króna árið 2024. Tekj­ur sveit­ar­fé­laga eru áætlaðar 610,4 millj­arðar króna sem er 9,6% aukn­ing frá fyrra ári. Heild­ar­tekj­ur al­manna­trygg­inga juk­ust um 8,2% á tíma­bil­inu og eru áætlaðar alls 411,6 millj­arðar króna á ár­inu 2024.

Útgjöld hins op­in­bera 46,3% af VLF

Útgjöld hins op­in­bera eru áætluð 2.135,3 millj­arðar króna árið 2024 eða sem nem­ur 46,3% af VLF. Til sam­an­b­urðar námu út­gjöld­in 1.966,2 millj­örðum króna árið 2023 eða 45,3% af VLF þess árs. Heild­ar­út­gjöld rík­is­sjóðs eru áætluð 1.572,6 millj­arðar króna árið 2024 sem er aukn­ing um 9,8% frá fyrra ári. Áætluð út­gjöld sveit­ar­fé­laga nema 633,9 millj­örðum króna á ár­inu 2024 og nem­ur aukn­ing­in 6,5% frá fyrra ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK