Gætum séð fjölgun ferðamanna frá Evrópu

mbl.is/Karítas

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri seg­ir hátt gengi doll­ara meðal ann­ars hafa haldið uppi mikl­um heim­sókn­um ferðamanna frá Banda­ríkj­un­um, spurður um áhrif þess ef ferðamönn­um þaðan fer að fækka hér á landi og mögu­leg áhrif á verðbólgu.

„Þó að Ísland sé dýrt hef­ur það ekk­ert verið sér­stak­lega dýrt miðað við Banda­rík­in. Það er viðbúið að lækk­un á doll­ar og lækk­un á hluta­bréfa­markaði úti, sem áhrif hef­ur á eign­ir fólks, leiði til þess að fólk fari minna í ferðalög.“

mbl.is/​Karítas

Seðlabanka­stjóri seg­ir í sam­tali við mbl.is að nú virðist sem í gangi sé hliðrun milli evru og doll­ars. Doll­ar­inn hafi verið að veikj­ast og evr­an að styrkj­ast.

Velt­ir Ásgeir því upp að hugs­an­lega komi fleiri ferðamenn frá Evr­ópu þegar evr­an styrk­ist. Þá seg­ir hann að raun­gengi krón­unn­ar hafi hækkað svo­lítið, hún hafi verið að styrkj­ast og það eitt og sér hafi áhrif á ferðaþjón­ustu.

„Ef ferðaþjón­usta veikist mun það hægja á hag­vexti og vinnu­afls­eft­ir­spurn sem leiðir af því að hag­kerfið kæl­ist frek­ar. Á sama tíma hef­ur minni út­flutn­ing­ur áhrif á gengið og lægra gengi hækk­ar verðbólgu.“

Ekki orðið var við fram­leiðnis­tökk eða bætt viðskipta­kjör

Spurður um áhrif kjara­samn­inga við kenn­ara og hugs­an­leg­ar hækk­an­ir þjón­ustu­gjalda sveit­ar­fé­laga í kjöl­farið seg­ir Ásgeir að sveit­ar­fé­lög hafi ekki velt mikl­um hækk­un­um út í verðlagið á þessu ári.

„Þau gerðu það tölu­vert árið á und­an. Ég held að það gæti valdið óánægju hjá t.d. ASÍ ef það verður aft­ur gert.“

Seg­ir hann stærst­an hluta af kostnaði sveit­ar­fé­laga vera laun og að mögu­lega þurfi að eiga sér stað sam­tal milli rík­is­ins og sveit­ar­stjórna um tekju­skipt­ingu og ein­hverja sam­eig­in­lega ábyrgð.

Talað var um að kenn­ara­samn­ing­ar yrðu tekn­ir út fyr­ir sviga sem leiðrétt­ing. Er inni­stæða fyr­ir kröfu annarra stétta um sam­bæri­leg­ar launa­hækk­an­ir?

„Nei, ekki þegar þú ert að tala um heild­ar­kerfið. Ef við töl­um bara um einka­geir­ann eða fram­leiðslu­grein­ar er ein­hver fram­leiðni eða bati í viðskipta­kjör­um við út­lönd og það að við séum að fá hærra verð fyr­ir okk­ar vöru er­lend­is er alltaf það sem get­ur tal­ist inni­stæða fyr­ir launa­hækk­un­um.“

Seg­ist Ásgeir ekki hafa orðið var við eitt­hvert fram­leiðnis­tökk hér á Íslandi og seg­ir viðskipta­kjör ekki hafa verið að batna.

Höfr­unga­hlaup ef sá skiln­ing­ur rofn­ar

„Án þess að ég sé að lýsa skoðunum mín­um á ein­staka kjara­samn­ing­um. Ef kenn­ar­ar eru tekn­ir út fyr­ir sviga þá þarf það að vera trú­verðugt og setja verður upp ár­ang­ur­s­viðmið og gæta þess að launa­hækk­an­ir séu tengd­ar ein­hverj­um ár­angri sem samn­ing­arn­ir eiga að skila fyr­ir þjóðina, eins og í bættu mennta­kerfi.

Það er ekki sjálf­gefið að það að hækka laun ein­hverra hópa komi til baka til þjóðarbús­ins. Þannig held ég að það sé mjög mik­il­vægt hvernig samn­ing­un­um er fylgt eft­ir og að það verði tryggt að ein­hver trú­verðugur ár­ang­ur verði. Ég held að það sé erfitt fyr­ir okk­ur öll að vera á móti því að fá bætta mennt­un,“ seg­ir Ásgeir.

Hann seg­ir Seðlabank­ann telja lífs­kjara­samn­ing­inn síðasta vor mjög mik­il­væg­an. Þess vegna sé mik­il­vægt að það sé sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur á vinnu­markaðnum um að all­ir verði á sama hraða.

„Ef sá skiln­ing­ur rofn­ar fáum við það sem kall­ast höfr­unga­hlaup,“ seg­ir Ásgeir og vís­ar til þess þegar einn hóp­ur­inn biðji um hækk­un og sá næsti um meiri hækk­un og svo fram­veg­is.

„Þó að Seðlabank­inn sé ekki aðili að kjara­samn­ing­um þá er þetta auðvitað eitt­hvað sem við höf­um áhyggj­ur af.“

Ásgeir seg­ist per­sónu­lega hafa verið ánægður með hvernig verka­lýðsarm­ur­inn og at­vinnu­rek­end­ur töluðu um fram­leiðni í kring­um lífs­kjara­samn­ing­ana og seg­ist hann minna að stofna eigi fram­leiðni­nefnd. Ég var mjög ánægður með sam­starfið sem var í kring­um þann samn­ing.

„Ég er að vona að það geti leitt til þess að ein­hverju leyti verði hægt að setja ein­hver sam­eig­in­leg mark­mið, eins og að tengja hag­vöxt við launa­hækk­an­ir og verðmæta­sköp­un þjóðar­inn­ar því við erum mjög háð því sem okk­ur heppn­ast að selja í út­lönd­um á þess­ari pínu­litlu eyju.“

Náum mögu­lega að spila okk­ur í gegn

Spurður út í áhrif tolla­stríðs seg­ir Ásgeir ekk­ert hafa komið fram sem breyt­ir því sem Seðlabank­inn hef­ur sett upp.

„Banda­rík­in hafa tekið ákvörðun að leggja tolla á sín landa­mæri og aðrar þjóðir hafa brugðist við en við höf­um ekki séð t.d. að Evr­ópa og Kína séu að fara í tolla­stríð eða Suður-Am­er­íka og Asía, þannig að það sem gæti al­veg gerst væri að heim­ur­inn haldi áfram. Kan­ada fari að versla við Evr­ópu og við fær­um að ein­hverju marki viðskipti okk­ar til annarra landa og Banda­ríkja­menn færu aðeins til hliðar.“

Þá seg­ir Ásgeir tengsl tolla og gjald­miðla skipta máli. Toll­ar á landa­mær­um Banda­ríkj­anna ættu að öllu jöfnu að styrkja doll­ar­inn ef aðeins er litið á vöru­skipti. Al­mennt séð hafi þó verið dregið úr vægi Banda­ríkj­anna sem út­gef­anda doll­ars­ins sem forðamynt­ar.

„Doll­ar­inn er að lækka. Það get­ur al­veg haft þýðingu líka. Það er erfitt að gera sér grein fyr­ir því hvað ger­ist. Mögu­lega náum við að spila okk­ur nokk­urn veg­inn í gegn­um þetta.

Evr­an er að hækka og í Þýskalandi verða rík­is­út­gjöld auk­in sem mun ýta eft­ir­spurn af stað þar og hærri evra mun gera það arðvæn­legra fyr­ir okk­ur að flytja vör­ur þangað.“

Verð á mat­væl­um og var­an­leg­um neyslu­vör­um skipt­ir máli

Spurður út í verðhækk­an­ir á Íslandi sem af­leiðingu af tolla­stríði og verðhækk­un­um er­lend­is seg­ir Ásgeir erfitt að spá fyr­ir um slíkt.

„Það er sér­stakt að Banda­ríkja­menn setja tolla á ál og stál sem eru fram­leiðsluþætt­ir en ekki full­unn­ar vör­ur. Það sem skipt­ir okk­ur máli er verð á var­an­leg­um neyslu­vör­um og mat­væla­verð en Banda­ríkja­menn eru stór­ir mat­væla­út­flytj­end­ur.“

Lýs­ir hann því sem gerðist eft­ir covid sem var að verð hækkaði al­mennt á var­an­leg­um neyslu­vör­um eins og bíl­um, heim­ilis­tækj­um og fleiru. Seg­ir hann það al­veg kunna að ger­ast núna.

„Það sem við erum að sjá núna er að ein­hverju marki það að þessi þróun sem var í lækk­un kostnaðar, aukn­ingu alþjóðaviðskipta, færslu iðnaðar og starfa til Asíu. Sú þróun er að ein­hverju marki að ganga til baka. Við sjá­um t.d. að í Evr­ópu er skort­ur á vinnu­afli þó að það sé ekki endi­lega mik­ill hag­vöxt­ur.

Það er erfitt að gera sér grein fyr­ir þessu en það sem kæmi fyrst inn væru áhrif af hækk­un mat­væla­verðs.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK