Matthías er nýr fjármálastjóri

Matthías Stephensen var ráðinn fjármálastjóri hjá Set ehf.
Matthías Stephensen var ráðinn fjármálastjóri hjá Set ehf. Ljósmynd/Set ehf.

Matth­ías Stephen­sen hef­ur verið ráðinn fjár­mála­stjóri hjá alþjóðlega innviðafyr­ir­tæk­inu Set ehf.

Matth­ías hef­ur yfir tíu ára reynslu af fjár­mála­stjórn­un og rekstri, bæði á Íslandi og á alþjóðleg­um mörkuðum.

Í til­kynn­ingu frá Set seg­ir að hann muni leggja sér­staka áherslu á að styrkja fjár­mála­deild Set ehf. með sam­ræm­ingu fjár­mála sam­stæðunn­ar á Íslandi, í nánu sam­starfi við er­lendu starfs­stöðvar Set sem eru í Þýskalandi og Dan­mörku.

Matth­ías starfaði síðast sem fjár­mála­stjóri Héðins og tengdra fé­laga. Þar áður var hann for­stöðumaður rekstr­ar og sölu á viðskipta­banka­sviði hjá Ari­on banka.

Hann er með M.Sc. gráðu í fjár­mál­um fyr­ir­tækja frá Há­skóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskipta­fræði með áherslu á reikn­ings­hald og fjár­mál fyr­ir­tækja.

„Við erum mjög ánægð með að fá Matth­ías til liðs við fram­kvæmda­stjórn Set ehf. Hann kem­ur með víðtæka reynslu úr fjár­mála­geir­an­um og fjöl­breytta þekk­ingu sem mun styrkja fjár­málat­eymi okk­ar til muna. Við bjóðum hann vel­kom­inn í teymið og hlökk­um til að njóta krafta hans í sókn­inni sem er framund­an hjá Set ehf,“ er haft eft­ir Guðbjörgu Sæ­unni Friðriks­dótt­ur, for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK