Ekkert fékkst úr þrotabúi Niceair

Kröfuhafar fengu ekkert í sinn snúð úr þrotabúi Niceair.
Kröfuhafar fengu ekkert í sinn snúð úr þrotabúi Niceair. Ljósmynd/Aðsend

Skipta­fundi á þrota­búi Nicea­ir lauk ný­lega. Sam­kvæmt kröfu­skrá lýstu kröfu­haf­ar sam­tals 184 millj­ón­um króna í þrota­búið, þar af voru for­gangs­kröf­ur um 32,5 millj­ón­ir, al­menn­ar kröf­ur 144 millj­ón­ir og eft­ir­stæðar kröf­ur rúm­ar 1,6 millj­ón­ir.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is fengu kröfu­haf­ar enga fjár­muni end­ur­greidda þar sem þrota­búið var eigna­laust.

Nicea­ir var tekið til gjaldþrota­skipta vorið 2023 og sagði stjórn­in í til­kynn­ingu til fjöl­miðla að rekst­ur fé­lags­ins hefði orðið fyr­ir mikl­um skakka­föll­um vegna flugrekstr­araðilans HiFly sem varð til þess að fé­lagið hafði ekki leng­ur flug­vél til umráða.

Nicea­ir hóf milli­landa­flug frá Ak­ur­eyri í júní 2022 og bauð upp á ferðir til Dan­merk­ur, Bret­lands og Spán­ar. Í apríl 2023 af­lýsti fé­lagið öllu flugi og í lok þess mánaðar var öllu starfs­fólki sagt upp og sótt um gjaldþrota­skipti í maí sama ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK