Stórauknar kröfur um regluverk og eftirlitsumhverfi þrýsta á sameiningu

Möguleg sameining Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf.
Möguleg sameining Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. Jim Smart

Stjórn­ir Spari­sjóðs Höfðhverf­inga hf. og Spari­sjóðs Stranda­manna hf. hafa samþykkt að hefja form­leg­ar viðræður um mögu­lega sam­ein­ingu sjóðanna. 

Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu frá sjóðunum.

Stærstu eig­end­ur Spari­sjóðs Höfðhverf­inga eru KEA og Sæ­nes (Grýtu­bakka­hrepp­ur) en eign­ar­hald Spari­sjóðs Stranda­manna er dreift á fjölda ein­stak­linga.  

Haft er eft­ir Jó­hanni Ing­ólfs­syni, for­manni stjórn­ar Spari­sjóðs Höfðhverf­inga:

 „Mik­il­vægt er að stækka og efla spari­sjóðina til þess að mæta sterk­ar inn á banka­markaðinn og viðhalda eðli­legri flóru fyr­ir­tækja á þess­um markaði. Við telj­um góðan hljóm­grunn í sam­fé­lag­inu fyr­ir vexti spari­sjóðanna, það sýna viðhorfsk­ann­an­ir sem við höf­um látið gera. Von­andi verði þetta upp­hafið að frek­ari sam­ein­ing­um eða stækk­un­um spari­sjóðanna í heild sinni því þeir munu verða til framtíðar áhuga­verður og öðru­vísi val­kost­ur fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki á banka­markaði.“

 Í sömu til­kynn­ingu er haft eft­ir Víði Álf­geiri Sig­urðars­syni, for­manni stjórn­ar Spari­sjóðs Stranda­manna:

 „Tæki­færi eru í sam­ein­ingu sjóðanna, nauðsyn­legt er að þróa áfram og auka sam­starfs spari­sjóðanna með hags­muni eig­enda og sam­fé­lags­ins sem þeir vaxa up­p­úr að leiðarljósi. Stór­aukn­ar kröf­ur um reglu­verk og eft­ir­litsum­hverfi, þrátt fyr­ir smæð og ein­fald­an rekst­ur sjóðanna, er að gera rekstr­ar­um­hverfi þeirra flókn­ara. Áfram verður unnið að auknu sam­starfi spari­sjóða í gegn­um Sam­band Íslenskra Spari­sjóða. Von­ir standa til að með sam­ein­ingu verði til öfl­ug­ur spari­sjóður með dreifðu eign­ar­haldi, sem styðji vel við nærsam­fé­lagið og bygg­ir áfram á þeirri hug­mynda­fræði sem spari­sjóðirn­ar hafa alltaf staðið fyr­ir frá því þeir voru stofnaðir fyr­ir rúm­lega 130 árum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK