900 milljóna viðskipti í fyrra

Sturla segir búist við að markaðurinn fyrir notaða muni vaxi …
Sturla segir búist við að markaðurinn fyrir notaða muni vaxi um 12-17% árlega næsta áratuginn. Morgunblaðið/Eggert

Um­svif ís­lenska versl­un­ar­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Smart­go hafa vaxið jafnt og þétt en á þessu ári standa von­ir til að spreng­ing verði í notk­un þeirra fyr­ir­tækja sem nota kerfið sem Smart­go hef­ur þróað.

Sérstaða Smart­go felst í því að hafa smíðað sölu­kerfi sem sniðið er að þörf­um svo­kallaðra hringrás­ar­versl­ana og umboðssölu­versl­ana. Á und­an­förn­um árum hef­ur fjöldi hringrás­ar­versl­ana sprottið upp á Íslandi og virka þær alla jafna þannig að ein­stak­ling­ur sem vill selja notaða muni tek­ur pláss í versl­un á leigu og fær að stilla vör­um sín­um þar upp í til­tek­inn tíma, en starfsmaður versl­un­ar­inn­ar ann­ast af­greiðslu og þjón­ustu við viðskipta­vini.

Umboðssölu­versl­an­ir virka með svipuðum hætti nema þar fær fram­leiðandi eða heild­sali út­hlutað hillupláss í versl­un fyr­ir nýj­ar vör­ur, án tíma­marka, og er þetta versl­un­ar­form t.d. vin­sælt hjá ís­lensk­um ferðamanna­búðum.

Sturla Þór­halls­son er fram­kvæmda­stjóri Smart­go og var síðast í viðtali hjá Morg­un­blaðinu sum­arið 2022 en þá höfðu vör­ur fyr­ir 230 millj­ón­ir króna verið seld­ar í gegn­um kerfi fyr­ir­tæk­is­ins yfir 18 mánaða tíma­bil. Síðan þá hef­ur velt­an marg­fald­ast og á síðasta ári hélt hug­búnaður Smart­go utan um viðskipti upp á 900 millj­ón­ir króna á inn­an­lands­markaði og er út­rás til Svíþjóðar kom­in vel af stað.

„Hringrás­ar­versl­an­ir og búðir sem stunda umboðssölu hafa vita­skuld tíðkast í ná­granna­lönd­um okk­ar í lang­an tíma en þegar við fór­um af stað með þetta verk­efni kom­umst við fljót­lega að því að tölvu­kerf­in fyr­ir svona rekst­ur höfðu ekki tekið neinni framþróun í lang­an tíma,“ út­skýr­ir Sturla en kerfið sem Smart­go smíðaði á að vera einkar not­enda­vænt og ein­falda bæði versl­un­ar­eig­anda og selj­anda vör­unn­ar lífið. Kerfið held­ur m.a. utan um pant­an­ir á versl­un­ar­rými og leiðir selj­and­ann í gegn­um það ferli að skrá inn vör­una, verðsetja og prenta út strika­merki. Þá er kerfið tengt við greiðslugátt og bók­halds­kerfi, og get­ur líka tengst net­versl­un­ar­viðmóti.

Spá 12-17% vexti ár­lega

Ell­efu ís­lensk­ar versl­an­ir nota hug­búnað Smart­go og bæt­ast bráðum fimm nýj­ar búðir við, þar á meðal versl­un með notuð hús­gögn og versl­un sér­hæfð í sölu á lista­verk­um, forn­bók­um og safn­grip­um.

Sænsk hringrás­ar­versl­un var að taka hug­búnaðinn í sína þjón­ustu og hef­ur allt gengið þar að ósk­um. Seg­ir Sturla að senni­lega stytt­ist í að ís­lenski hringrás­ar­versl­ana­markaður­inn mett­ist enda megi núna finna tölu­verða flóru slíkra versl­ana í land­inu, og því ekki eft­ir neinu að bíða að hefja út­rás af krafti. „Á sænska markaðinum, og ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um, sjá­um við gríðarleg tæki­færi fyr­ir svona kerfi og okk­ar mat að hug­búnaður Smart­go haki við mun fleiri box en þær lausn­ir sem við kepp­um við. Þá sjá­um við líka mik­inn vöxt í áhuga á kaup­um og sölu á notuðum varn­ingi á Norður­lönd­un­um, og ekki síst þegar kem­ur að lúxusvör­um.“

Markaðsrann­sókna­fyr­ir­tæki lagðist yfir töl­urn­ar fyr­ir Sturlu og fékk það út að í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um megi reikna með að markaður­inn fyr­ir notaðar vör­ur muni vaxa ár­lega um 12-17% næsta ára­tug­inn og því ljóst að þessi geiri á heil­mikið inni.

„Við höf­um núna búið þannig um hnút­ana að aðilar sem vilja nota kerfið okk­ar geta farið hratt af stað. Hér áður fyrr gat það verið nokk­urra daga verk að setja sölu­kerfið upp en núna get­ur nýr viðskipta­vin­ur haft sam­band við okk­ur í byrj­un dags og kerfið verið komið í gang eft­ir há­deg­is­mat. Þetta bætta aðgengi er að baki vaxt­ar­spá fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir næstu 12 mánuðina en á því tíma­bili reikn­um við með að fá á bil­inu 50 til 60 nýj­ar versl­an­ir inn í kerfið.“

Gott fyr­ir um­hverfið og veskið

Sturla seg­ir ekk­ert lát virðast ætla að verða á vin­sæld­um hringrás­ar­versl­ana enda fylgi þeim ávinn­ing­ur af ýms­um toga. Bend­ir hann á að með því að gefa t.d. tískuflík­um eða barnafatnaði fram­halds­líf sé verið að draga úr um­hverf­isáhrif­um tísku­geir­ans og einnig hjálpa fólki að spara. „Það get­ur verið breyti­legt eft­ir því hvers kon­ar vara á í hlut en það er al­gengt að fólk kaupi t.d. notaðar tískuflík­ur á verði sem er 25-30% af því sem flík­in kostaði ný. Finna má nokkr­ar merki­leg­ar und­an­tekn­ing­ar á þessu og virðast t.d. úlp­ur frá 66°Norður halda verði sínu furðuvel,“ seg­ir Sturla og bæt­ir við að Smart­go muni senn bjóða upp á þann mögu­leika að láta gervi­greind veita selj­end­um ráðgjöf um hvaða verð er sniðug­ast að setja á hverja vöru. Er þá var­an mynduð, efni mynd­ar­inn­ar greint og borið sam­an við verð á sömu vöru ann­ars staðar. „Þetta ætti að leiða til þess að selj­end­ur fái betra verð fyr­ir vör­urn­ar en séu líka ekki að verðleggja sig svo hátt að þeim tak­ist ekki að finna kaup­end­ur.“

Grein­in birt­ist upp­haf­lega í Morg­un­blaðinu mánu­dag­inn 24. mars.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK