Íslandspóstur hagnast um tæpar 200 milljónir

Er þetta fimmta árið í röð sem félagið skilar jákvæðri …
Er þetta fimmta árið í röð sem félagið skilar jákvæðri rekstrarafkomu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Velta Ísland­s­pósts jókst um 531 millj­ón á milli ára og velti fé­lagið 7,64 millj­örðum króna á síðasta ári. Þá hagnaðist fé­lagið um 187 millj­ón­ir króna á síðasta ári. 

Eigið fé fé­lags­ins er 3,82 millj­arðar og EBITDA, af­koma fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði og skatta, nam 823 millj­ón­um króna á síðasta ári. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ísland­s­pósti en árs­skýrsla fé­lags­ins var gef­in út á aðal­fundi þess í dag. Er þetta fimmta árið í röð sem rekstr­araf­koma Ísland­s­pósts er já­kvæð. 

„Niður­stöður skýrsl­unn­ar sýna að þrátt fyr­ir ýms­ar áskor­an­ir hafi hagræðing og auk­in velta skilað ár­angri,“ kem­ur fram í til­kynn­ing­unni.

Seg­ir þar jafn­framt að stöðugild­um fé­lags­ins hafi fækkað á milli ára. Voru þau 460 í lok árs 2024 en 472 árið áður. 

Sam­keppn­is­um­hverfið hafi breyst hratt

Þá kem­ur einnig fram að Ísland­s­póst­ur fjár­magni alþjón­ustu að fullu árið 2024. Barst greiðsla frá rík­inu að hluta til í byrj­un janú­ar 2025 og af­gang­ur um miðjan mars 2025. Upp­hæð alþjón­ust­unn­ar nam 618 millj­ón­um króna, sem er greiðsla vegna veittr­ar þjón­ustu fyr­ir hönd rík­is­ins. 

„Áfram­hald­andi fjár­fest­ing í sjálf­virkni­væðingu kerfa Pósts­ins hef­ur skilað sér í hraðari af­greiðslu er­lendra skráðra send­inga. Hraðinn er slík­ur að um 95% af slík­um send­ing­um inn á höfuðborg­ar­svæðið skila sér inn­an sól­ar­hrings og yfir 90% á lands­byggðina inn­an tveggja daga,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins.
Þór­hild­ur Ólöf Helga­dótt­ir, for­stjóri Pósts­ins. Ljós­mynd/​Aðsend

Haft er eft­ir Þór­hildi Ólöfu Helgu­dótt­ir, for­stjóra Pósts­ins, að sam­keppn­is­um­hverfi Pósts­ins hafi breyst hratt. Hlut­verk fé­lags­ins væri þó óbreytt: 

„Að tengja fólk, fyr­ir­tæki og sam­fé­lög með því að miðla vör­um, gögn­um og upp­lýs­ing­um til viðskipta­vina um allt land og víða ver­öld,“ sagði Þór­hild­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK