First Water lýkur 5,7 milljarða króna hlutafjáraukningu

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water. Morgunblaðið/Eggert

First Water, sem sér­hæf­ir sig í sjálf­bæru land­eldi á laxi í Þor­láks­höfn, hef­ur lokið hluta­fjáraukn­ingu að upp­hæð 39 millj­ón­ir evra, sem sam­svar­ar um 5,7 millj­örðum króna.

Hluta­fjáraukn­ing­in er leidd af nú­ver­andi hlut­höf­um en þar á meðal eru  Stoðir hf., FW Horn slhf., Fram­herji ehf., Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, Brú líf­eyr­is­sjóður, Líra ehf. og LSR.

Kem­ur þetta fram í til­kynn­inu frá fé­lag­inu í dag.

Jafn­framt kem­ur fram að fé­lagið hafi með þess­ari aukn­ingu nú sótt alls 161 millj­ón­ir evra í hluta­fé eða um 24 millj­arða króna. Í lok síðasta árs var til­kynnt um 80 millj­ón evra láns­fjár­mögn­un frá Lands­bank­an­um og Ari­on Banka eða sam­tals um 12 millj­arða ís­lenskra króna.

Fé­lagið hef­ur þannig tryggt sér fjár­mögn­un sem nem­ur um 35 millj­örðum króna og nem­ur fjár­fest­ing í verk­efn­inu nú yfir 20 millj­örðum króna.  Sam­an­lögð fjár­fest­ing í verk­efn­inu er áætluð að muni nema um 825 millj­ón­um evra eða um 120 millj­örðum króna.

Í til­kynn­ingu er haft eft­ir Eggerti Þór Kristó­fers­syni, for­stjóra First Water:

„Þessi fjár­mögn­un end­ur­spegl­ar mikið traust og trú þeirra sem þekkja okk­ur best – nú­ver­andi hlut­hafa. Hún ger­ir okk­ur kleift að halda áfram að fjár­festa í upp­bygg­ingu á starf­semi okk­ar í Þor­láks­höfn og hraða fram­leiðslu á hágæða út­flutn­ings­vöru. Áætlan­ir okk­ar varðandi upp­bygg­ingu hafa staðist og við ger­um ráð fyr­ir að fyrsta fasa verk­efn­is­ins ljúki á þessu ári.  Við finn­um fyr­ir mikl­um áhuga á er­lend­um mörkuðum á hágæða laxi sem fram­leidd­ur er fyr­ir alþjóðlega markaði með nýj­ustu tækni, í öfl­ugu sam­starfi við nærsam­fé­lagið og með sterkri áherslu á ábyrga nýt­ingu nátt­úru­auðlinda. Um­hverf­is­vernd og strangt gæðaeft­ir­lit eru grunnstoðir í allri starf­semi First Water. Við erum þakk­lát fyr­ir þenn­an öfl­uga stuðning okk­ar hlut­hafa og hlökk­um til að nýta tæki­fær­in sem framund­an eru.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK