Gert ráð fyrir 6,4% hækkun á álverði

Álstangir í verksmiðju í Kína.
Álstangir í verksmiðju í Kína. AFP

Heims­markaðsverð á áli hef­ur hækkað að und­an­förnu. Markaðsaðilar tengja breyt­ing­una við hækk­un á heims­markaðsverði súráls auk óstöðug­leika í álfram­leiðslu í Kína, að hluta vegna raf­orku­verðs sem hef­ur hækkað. Kína er með stærstu hlut­deild í álfram­leiðslu á heimsvísu.

Er þetta meðal þess sem kem­ur fram í Þjóðhags­spá sem Hag­stof­an gaf út í dag.

Hag­stof­an til­grein­ir sér­stak­lega að um miðjan mars hafi verið lagðir 25% toll­ar á inn­flutn­ing áls til Banda­ríkj­anna.

Evr­ópu­sam­bandið und­ir­býr aðgerðir en eins og haft er eft­ir Ursula von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, er von­ast til að samn­ing­ar ná­ist milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna.

Miðað við fram­virka samn­inga er gert ráð fyr­ir hækk­un ál­verðs í ár um 6,4% og 0,5% árið 2026.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK