Áhrifin gætu náð hingað til lands

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans var birt í morgun.
Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans var birt í morgun. mbl.is/Golli

Í nýbirt­iri yf­ir­lýs­ingu fjár­mála­stöðug­leika­nefnd­ar Seðlabank­ans seg­ir meðal ann­ars að vernd­ar­stefna í alþjóðaviðskipt­um leiði til trufl­ana á fram­boðskeðjum og auk­ins viðskipta- og fram­leiðslu­kostnaðar sem geti skekkt verðmynd­un á mörkuðum og haft nei­kvæð áhrif á fjár­fest­ingu og efna­hags­um­svif.

Það gæti jafn­framt leitt til snarps viðsnún­ings til hins verra á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum. Hætt er við að áhrif­in af slíkri fram­vindu næðu hingað til lands með bein­um eða óbein­um hætti. Í þessu ljósi er mik­il­vægt að viðhalda viðnámsþrótti fjár­mála­kerf­is­ins sem meðal ann­ars felst í sterkri eig­in­fjár­stöðu inn­lendra lána­stofn­ana," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þá seg­ir einnig að rekstr­aráhætta fjár­málainnviða sé viðvar­andi áskor­un. Fjár­mála­stöðug­leika­nefnd brýn­ir fyr­ir rekstr­araðilum mik­il­vægi viðbragðsáætl­ana um sam­felld­an rekst­ur þeirra. Nefnd­in und­ir­strik­ar einnig mik­il­vægi þess að áfram sé unnið að því að auka rekstr­arör­yggi í greiðslumiðlun og þar með að komið verði á fót inn­lendri óháðri greiðslu­lausn. Sam­hliða verði unnið að fleiri greiðslu­leiðum til að auka viðnámsþrótt.

Fjár­mála­stöðug­leika­nefnd hef­ur ákveðið að halda gildi sveiflu­jöfn­un­ar­auk­ans óbreyttu í 2,5% í sam­ræmi við stefnu nefnd­ar­inn­ar um beit­ingu auk­ans. Nefnd­in mun sem fyrr beita þeim stý­ritækj­um sem hún hef­ur yfir að ráða til að varðveita fjár­mála­stöðug­leika þannig að fjár­mála­kerfið geti staðist áföll, miðlað láns­fé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlít­andi hætti," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Kerfið stend­ur sterkt en óviss­an mik­il

Jafn­framt seg­ir að fjár­mála­kerfið hér á landi standi traust­um fót­um. Eig­in­fjár- og lausa­fjárstaða kerf­is­lega mik­il­vægra banka er sterk og aðgengi að markaðsfjár­mögn­un er greitt. Hins veg­ar er óvissa mik­il í alþjóðamál­um sem gæti reynt á viðnámsþrótt þjóðarbús­ins.

Verðbólga og háir vext­ir hafa skapað áskor­an­ir fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki en efna­hags­reikn­ing­ar þeirra eru þó al­mennt sterk­ir. Skulda­hlut­föll eru jafn­framt lág í sögu­leg­um og alþjóðleg­um sam­an­b­urði og van­skil lít­il. Þá er sparnaðarstig heim­ila hátt, stutt af aðhaldi þjóðhags­varúðar- og pen­inga­stefnu," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK