Lífeyrissjóðir hefja sameiningarviðræður

Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.
Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Ljósmynd/almenni.is

Stjórn­ir Al­menna líf­eyr­is­sjóðsins og Lífs­verks líf­eyr­is­sjóðs hafa und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um að hefja form­leg­ar viðræður um mögu­lega sam­ein­ingu sjóðanna.

Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu frá sjóðunum. Þar er til­greint að mark­miðið sé að kanna hvort sam­ein­ing bæti hag sjóðfé­laga og geti styrkt starf­semi sjóðanna til framtíðar.

Verði af sam­ein­ing­unni yrði sam­einaður sjóður fimmti stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins með heild­ar­eign­ir upp á 667 millj­arða miðað við stöðu eigna um síðustu ára­mót.

Bent er á að viðræður séu á frum­stigi en stefnt að því að þeim verði lokið fyr­ir sum­arið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK