Rekstrarhagnaður Alvotech 9,3 milljarðar

Róbert Wessman forstjóri Alvotech.
Róbert Wessman forstjóri Alvotech. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heild­ar­tekj­ur Al­votech á síðasta ári voru 492 millj­ón­ir dala, eða ríf­lega 65,5 millj­arðar ís­lenskra króna á gengi dags­ins. Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ir að þetta sé 427% aukn­ing frá fyrra ári.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu fé­lags­ins.

Rekstr­ar­hagnaður­inn var 70 millj­ón­ir dala, eða 9,3 millj­arðar króna, en rekstr­artap á fyrra ári nam 355 millj­ón­um dala.

Viðsnún­ing­inn má einkum rekja til auk­inn­ar vöru­sölu og hærri greiðslna vegna áfanga sem náðust í lyfjaþróun og sölu. Þá lækkaði kostnaður í takt við aukna fram­leiðslu, skil­virkni og bætt skipu­lag.

Aðlöguð EBITDA fram­legð var 108 millj­ón­ir dala, en var nei­kvæð um 291 millljón dala á fyrra ári.

Afrakst­ur fjár­fest­inga yfir 12 ára tíma­bil

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig að fé­lagið hafi sótt um markaðsleyfi fyr­ir þrjár nýj­ar hliðstæður á helstu markaðssvæðum á ár­inu og að þær hafi all­ar verið tekn­ar til um­sagn­ar af viðkom­andi lyfja­yf­ir­völd­um.

„Árang­ur­inn sem Al­votech náði á síðasta ári er afrakst­ur fjár­fest­ing­ar yfir tólf ára tíma­bil í full­kom­inni aðstöðu til þró­un­ar og fram­leiðslu líf­tækni­lyfja­hliðstæða, sem er í dag sú besta sem völ er á í heim­in­um,“ er haft eft­ir Ró­berti Wessman, stofn­anda, stjórn­ar­for­manni og for­stjóra Al­votech, í til­kynn­ing­unni..

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK