Talsverð óvissa með verðþróun húsnæðis

mbl.is/Baldur

Um­svif á markaði með íbúðar­hús­næði hafa minnkað tals­vert á síðustu mánuðum.

Frá ág­úst 2024 til fe­brú­ar 2025 hef­ur nafn­verð íbúða á land­inu öllu hækkað um 1,7% og lít­il­lega að raun­v­irði. Hækk­un milli ára mæld­ist 8,4% að nafn­v­irði í fe­brú­ar en 4,1% að raun­v­irði.

Kem­ur þetta fram í rit­inu Fjár­mála­stöðug­leiki frá Seðlabank­an­um sem birt var í dag. Bent er á að tals­verð óvissa sé að mati bank­ans um verðþróun fast­eigna á kom­andi miss­er­um.

Í grein­ingu bank­ans er þess jafn­framt getið að mikið fram­boð og minnk­andi velta á markaðnum valdi því að sölu­tími íbúða hef­ur lengst.

Meðal­sölu­tími eldra hús­næðis hef­ur lengst úr rúm­lega tveim­ur mánuðum um mitt ár 2024 í þrjá og hálf­an mánuð í fe­brú­ar 2025. Meðal­sölu­tími ný­bygg­inga hef­ur hins veg­ar lengst mjög mikið, úr fimm mánuðum síðasta vor í yfir 14 mánuði í fe­brú­ar 2025.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK