Þungt högg fyrir landsbyggðina

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims. mbl.is/María Matthíasdóttir

Guðmund­ur Kristjáns­son for­stjóri Brims seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að það hafi ekki átt sér stað nægi­lega mik­il grein­ing­ar­vinna um af­leiðing­ar af hækk­un veiðigjalda.

Rík­is­stjórn­in kynnti á þriðju­dag hug­mynd­ir um tvö­föld­un auðlinda­gjalds í sjáv­ar­út­vegi.

„Mér finnst þetta óskyn­sam­leg ákvörðun hjá rík­is­stjórn­inni. Það vant­ar sam­tal við grein­ina og grein­ingu á því hvaða af­leiðing­ar þetta hef­ur fyr­ir fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og lands­byggðina,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hann bæt­ir við að það að hækka gjöld­in veiti þjóðinni ekki meira fjár­magn.

„Rík­is­sjóður er ekki það sama og þjóðin og ráðherr­arn­ir hugsa ekki út í að skatt­stofn­inn geti minnkað. Þessi áform veikja bæði at­vinnu­lífið og lands­byggðina,“ seg­ir Guðmund­ur og bend­ir á að um 80% af sjáv­ar­út­veg­in­um sé á lands­byggðinni.

Spurður hvort Brim hafi ákveðið að bregðast við þess­ari þungu skatt­lagn­ingu með ein­hverj­um hætti seg­ir Guðmund­ur að það sé fullsnemmt að svara því.

„Þetta er það þungt högg fyr­ir lands­byggðina að ég á eft­ir að sjá alla lands­byggðarþing­menn­ina samþykkja þetta frum­varp. Þetta eru mjög óskyn­sam­ar til­lög­ur. Ég vil líka benda á að svona skatt­lagn­ing þekk­ist hvergi ann­ars staðar hvorki í Evr­ópu­sam­band­inu né í Nor­egi,“ seg­ir Guðmund­ur að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK