Ekki má mikið út af bregða

Ríkisstjórnin hefur lagt fram fjármálastefnu sína. Hagfræðingur segir að fróðlegt …
Ríkisstjórnin hefur lagt fram fjármálastefnu sína. Hagfræðingur segir að fróðlegt verði að sjá áætlunina sjálfa. mbl.is/Ólafur Árdal

Það má ekki mikið út af bregða í hag­vaxt­arþró­un­inni svo að mark­miðið um lækk­un skulda­hlut­falls­ins ná­ist með þeim hætti sem rík­is­stjórn­in legg­ur upp með í fjár­mála­stefnu sinni. Þetta seg­ir Jón Bjarki Bents­son aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka.

Hann seg­ir að miðað við fjár­mála­stefn­una eigi að fara fetið í lækk­un skulda­hlut­falls rík­is­sjóðs. Til að mynda sé ein­ung­is gert ráð fyr­ir að af­koma rík­is­sjóðs verði já­kvæð um 0,3% af vergri lands­fram­leiðslu eft­ir fimm ár, sem jafn­gild­ir um það bil 15 millj­örðum á verðlagi dags­ins í dag. Stór hluti lækk­un­ar skulda­hlut­falls­ins kem­ur því til vegna stækk­un­ar nefn­ar­ans í hlut­fall­inu, sem sagt hag­vaxt­ar.

„Af­komu­bat­inn kem­ur svo sýn­ist mér fyrst og fremst til vegna þess að tekj­ur rík­is­sjóðs aukast hraðar en skuld­ir að raun­v­irði,“ seg­ir Jón Bjarki og bend­ir á að þar sé einnig tekið fram að ekki eigi að hækka álög­ur á ein­stak­linga, en virðis­auka­skatt­ur og tekju­skatt­ur eru tveir stærstu skatt­stofn­ar rík­is­sjóðs.

„Fyr­ir utan mögu­lega hækk­un á sér­tæk­ari skött­um eru því hag­vöxt­ur og verðbólga helstu drif­kraft­ar auk­inna skatt­tekna. Það er að mínu mati já­kvætt svo langt sem það nær að ekki sé gert ráð fyr­ir um­fangs­meiri skatt­heimtu enda skatt­byrði heim­ila og fyr­ir­tækja hér á landi frem­ur há í alþjóðleg­um sam­an­b­urði,“ seg­ir Jón Bjarki.

Hann seg­ir að stefn­an sé nokkuð metnaðarfull og já­kvætt að sjá haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð var á síðasta ára­tug að hafa til­tölu­lega skýr mark­mið til meðallangs tíma.

„Það dreg­ur þó aðeins úr trú­verðug­leik­an­um að gert er ráð fyr­ir að minni út­gjalda­vöxt­ur á fimm ára gild­is­tíma henn­ar sé aft­ur­hlaðinn og vöxt­ur út­gjalda á þessu ári og hinu næsta mun eft­ir sem áður verða þó nokk­ur.“

Hann bæt­ir við að það muni skýrist í fjár­mála­áætl­un sem birt verður á næst­unni hvernig ætl­un­in sé að ná þeim mark­miðum sem sett eru fram í fjár­mála­stefn­unni.

„Það verður fróðlegt að sjá hvernig upp­leggið í henni rím­ar við ýmis metnaðarfull áform sem sett voru fram í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lok síðasta árs,“ seg­ir Jón Bjarki að lok­um.

Grein­in birt­ist í Morg­un­blaðinu í morg­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK