Kanadísk-íslenska viðskiptaráðið stofnað

Kanadísk-íslenska viðskiptaráðið (CAIS) var stofnað undir hatti Millilandaráðanna. Stjórn ráðsins …
Kanadísk-íslenska viðskiptaráðið (CAIS) var stofnað undir hatti Millilandaráðanna. Stjórn ráðsins ásamt sendiherrum og formanni stjórnar Millilandaráðanna (frá vinstri til hægri): Hilmar Guðmundsson, Slippurinn, Ársæll Harðarson, formaður stjórnar Millilandaráðanna, Jóhannes Gíslason, Geosalmo, Anne-Marie Tremblay-Quennville, Icelandair, Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, Íslandsstofa, Guðmundur Óskarsson, Kerecis og formaður CAIS, Sæmundur K. Finnbogason, Ráðgjafi, Jenny Hill, Sendiherra Kanada á Íslandi, Rúnar Jónsson, Arion Banki, Kristjana M. Kristánsdóttir, Carbon Recycling International og Hlynur Guðjónsson, Sendiherra Íslands í Kanada. Ljósmynd/Aðsend

Þann 20.mars síðastliðinn var Kanadísk-ís­lenska viðskiptaráðið stofnað. Ráðið hef­ur það að mark­miði að efla og viðhalda viðskipta­tengsl­um á milli Íslands og Kan­ada auk þess að stuðla að nán­ari sam­vinnu á sviðum mennt­un­ar, menn­ing­ar og viðskipta á milli land­anna.

Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu frá ráðinu.

Á stofn­fund­inn mættu tæp­lega 50 manns til að taka þátt í stofn­un ráðsins. Ársæll Harðars­son, formaður stjórn­ar Milli­landaráðanna, sagði við tæki­færið; „að ljóst væri að um­tals­verður áhugi sé á að dýpka tengsl­in milli Íslands og Kan­ada“.

Á fund­in­um fór fram kosn­ing stjórn­ar, sem mun leiða starf ráðsins á kom­andi árum og var Guðmund­ur Óskars­son hjá Kerec­is kjör­inn formaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka