Mun lægra arðgreiðsluhlutfall

Arðgreiðslu­hlut­fall í sjáv­ar­út­vegi, þ.e. arðgreiðslur sem hlut­fall af hagnaði, er mun lægra í sjáv­ar­út­vegi held­ur en í öðrum at­vinnu­grein­um, að sögn Birtu Kar­en­ar Tryggva­dótt­ur, hag­fræðings Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, SFS. Hún seg­ir að grein­in hafi nýtt góð ár til að niður­greiða skuld­ir og fjár­festa í bætt­um tækja­búnaði, nýj­um og hag­kvæm­ari skip­um o.fl.

Til­efni þess að Morg­un­blaðið leitaði til SFS er frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra um breyt­ingu á lög­um um veiðigjald sem kynnt var fyrr í vik­unni. Blaðið velti fyr­ir sér hvort gengi annarra fyr­ir­tækja í ólík­um grein­um at­vinnu­lífs­ins gæfi til­efni til auk­inna álagna hins op­in­bera á þau, líkt og sjáv­ar­út­veg­ur­inn stend­ur nú frammi fyr­ir.

Í lög­un­um felst breyt­ing á skráðu afla­verðmæti fyr­ir bæði botn­fisk og upp­sjáv­ar­fisk. Þar kem­ur einnig fram að út­reikn­ing­ur veiðigjalds eigi að end­ur­spegla raun­veru­legt markaðsverð.

At­vinnu­vegaráðherra hef­ur sagt að breyt­ing­in hefði skilið 10 millj­örðum í veiðigjöld í fyrra, eða um tvö­föld­un. Stærsti hluti aukn­ing­ar­inn­ar mun lenda á stærri út­gerðum lands­ins.

52% eig­in­fjár­hlut­fall

Í sam­an­tekt Birtu Kar­en­ar kem­ur fram að sjáv­ar­út­veg­ur­inn standi ágæt­lega í sam­an­b­urði við aðrar at­vinnu­grein­ar þegar kem­ur að eig­in­fjár­hlut­falli en sam­kvæmt töl­um frá Hag­stof­unni er hlut­fallið 52% árið 2023 sam­an­borið við 46% í viðskipta­hag­kerf­inu al­mennt (þar er þó und­an­skil­in fjár­mála- og vá­trygg­inga­starf­semi í töl­um Hag­stof­unn­ar).

Eig­in­fjár­hlut­fall sjáv­ar­út­vegs­ins, sem hef­ur hækkað jafnt og þétt síðan 2019, er býsna gott að sögn Birtu. Til sam­an­b­urðar var eig­in­fjár­hlut­fall bygg­ing­ar- og mann­virkja­geir­ans 37% árið 2023, smá­sölu­fyr­ir­tækja 53%, ferðaþjón­ustu 25%, málm­fram­leiðslu 75% og tækni- og hug­verkaiðnaðar 42%.

Ef horft er til arðsemi eig­in­fjár stend­ur sjáv­ar­út­veg­ur­inn ágæt­lega með 13% arðsemi eig­in­fjár að sögn Birtu. Sú arðsemi sé alls ekki óvenju­leg. Arðsemi eig­in­fjár í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð var 20% árið 2023, í ferðaþjón­ustu 17%, 15% í smá­sölu og -4% í tækni- og hug­verkaiðnaði svo dæmi séu tek­in.

Mis­mik­il rekstr­aró­vissa

Birta seg­ir til út­skýr­ing­ar að það sé ákveðnum vand­kvæðum bundið að bera sam­an fjár­hags­leg­ar kenni­töl­ur milli at­vinnu­greina þar sem þær séu mis­jafn­ar og beri með sér mis­mikla rekstr­aró­vissu.

„Rekstri í sjáv­ar­út­vegi fylg­ir tölu­verð óvissa og því þurfa fyr­ir­tæk­in að hafa svig­rúm til að bregðast við. Fyr­ir það fyrsta þá hafa sveifl­ur í stærð fiski­stofna veiga­mik­il áhrif á rekst­ur grein­ar­inn­ar, og eru loðnu­vertíðir síðustu ára – eða raun­ar skort­ur á þeim – nær­tækt dæmi,“ seg­ir Birta.

Þá seg­ir hún að í öðru lagi skipti efna­hags­horf­ur í helstu viðskipta­lönd­um okk­ar miklu máli enda séu um 98% af ís­lensku sjáv­ar­fangi flutt og seld á er­lenda markaði. „Breyt­ing­ar í alþjóðaum­hverf­inu, eins og við sjá­um raun­ger­ast þessa dag­ana, hafa veru­leg áhrif á rekst­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Auk þess bæt­ist við inn­lend áhætta, svo sem hækk­un á veiðigjaldi, tvö­föld­un kol­efn­is­gjalds og aðrar álög­ur. All­ir þess­ir þætt­ir skapa óvissu í rekstri fyr­ir­tækj­anna. Til þess að þau geti brugðist við breyt­ing­um í rekstr­ar­um­hverf­inu þarf svig­rúm að vera til staðar í efna­hags­reikn­ingi fyr­ir­tækj­anna. Al­mennt hafa fyr­ir­tæk­in nýtt góð ár til að greiða niður skuld­ir frem­ur en út­greiðslu arðs enda er aðrgreiðslu­hlut­fall í sjáv­ar­út­vegi mun lægra en geng­ur og ger­ist í öðrum at­vinnu­grein­um,“ seg­ir Birta að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK