Play Europe fær flugrekstrarleyfi á Möltu

Einar Örn Ólafsson forstjóri Play, Andri Geir Eyjólfsson framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs …
Einar Örn Ólafsson forstjóri Play, Andri Geir Eyjólfsson framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play, ásamt Kurt Farrugia forstjóra flugmálasviðs Möltu, og Charles Pace framkvæmdastjóra flugmálasviðs Möltu. Ljósmynd/Play

Play Europe, sem er dótt­ur­fé­lag Fly Play hf., hef­ur fengið af­hent flugrekstr­ar­leyfi (AOC) frá flug­mála­yf­ir­völd­um á Möltu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Play þar sem seg­ir jafn­framt að leyfið hafi verið af­hent við hátíðlega at­höfn á Möltu í morg­un.

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að Play Europe hafi verið stofnað sem liður í end­ur­skipu­lagn­ingu Fly Play hf. sem kynnt var í októ­ber.

Vél­ar með malt­neska leyf­inu munu ein­ung­is sinna flug­starf­semi utan Íslands

„Þá til­kynnti fé­lagið að það myndi sinna verk­efn­um í Evr­ópu fyr­ir aðra flugrek­end­ur í gegn­um dótt­ur­fé­lag sitt Play Europe á Möltu og á sama tíma myndi Fly Play hf. (ís­lenska fé­lagið) leggja rík­ari áherslu á bein flug (e. po­int-to-po­int) til sól­ar­landa­áfangastaða frá Íslandi sem hingað til hafa skilað fé­lag­inu góðri arðsemi.

Fly Play hf. er með tíu þotur í flota sín­um. Play hef­ur þegar náð sam­komu­lagi við flugrek­anda í Aust­ur-Evr­ópu og liður í því sam­komu­lagi er leiga þriggja véla á nýja malt­neska flugrekstr­ar­leyf­inu. Vél­arn­ar munu ein­ung­is sinna flug­starf­semi utan Íslands og ekki und­ir vörumerkj­um Play. Með öðrum orðum verður ekki flogið á þeim til og frá Íslandi held­ur frá borg­um á meg­in­landi Evr­ópu. Flug­menn og yf­ir­flugliðar verða starfs­menn Play Europe og verða ráðnir og staðsett­ir í því landi sem leigutak­inn flýg­ur frá. Fly Play hf. verður áfram ís­lenskt lág­far­gjalda­flug­fé­lag með meiri­hluta af sín­um vél­um í rekstri frá Kefla­vík,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Enn frem­ur seg­ir að fyrsta flug­vél­in sem skráð sé á malt­neska flugrekstr­ar­leyfið sé Air­bus A321-NEO, fram­leidd árið 2018, með skrán­ing­ar­núm­erið 9H-PEA.

Mik­il­vægt skref og á und­an áætl­un

„Þetta er mik­il­vægt skref fyr­ir okk­ur. Þessi leigu­verk­efni munu skila Play arðsemi í sam­ræmi við það sem fé­lagið hef­ur áður gefið til kynna og ger­ir rekst­ur fé­lags­ins mun fyr­ir­sjá­an­legri og stöðugri og af­komu fé­lags­ins já­kvæða. Viðtaka malt­neska flugrekstr­ar­leyf­is­ins í dag, tölu­vert á und­an áætl­un, er afrakst­ur þrot­lausr­ar vinnu sem sam­starfs­fólk mitt hef­ur unnið af hendi af ein­stakri fag­mennsku und­an­farna mánuði og við erum því afar stolt á þess­um tíma­mót­um,” er haft eft­ir Ein­ari Erni Ólafs­syni, for­stjóra Play, í til­kynn­ing­unni.

Play orðið hluti af malt­neskri flug­mála­sögu

Þá er haft eft­ir Char­les Pace, fram­kvæmda­stjóra flug­mála­sviðs Möltu (Tran­sport Malta – Civil Aviati­on Directorate), að hann sé ánægður með að Play Europe sé orðið hluti af malt­neskri flug­mála­sögu.

„Á at­höfn­inni þakkaði hann öll­um þeim sem lögðu sitt af mörk­um til verk­efn­is­ins og fyr­ir þessa miklu fjár­fest­ingu á Möltu. Hann tók fram að ferlið hafi gengið snurðulaust fyr­ir sig og þakkaði eft­ir­lits­mönn­um frá flug­mála­sviði Möltu og starfs­mönn­um Play sem hann sagði hafa unnið af mik­illi sam­visku­semi að því að ná þess­um áfanga. Hann hlakkaði til að sjá flug­fé­lagið vaxa og dafna á kom­andi mánuðum og miss­er­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu Play.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka