Lyfti félaginu á nýtt stig

Josip Budimir framkvæmdastjóri Móbergs og Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku í …
Josip Budimir framkvæmdastjóri Móbergs og Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku í húsakynnum Kviku.

Josip Budimir, fram­kvæmda­stjóri hug­búnaðarfyr­ir­tæk­is­ins Mó­bergs í Za­greb í Króa­tíu, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að Ísland sé góð blanda af Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Menn­ing­ar­lega sé landið nær Evr­ópu, en viðskipta­hætt­irn­ir lík­ist þeim banda­rísku.

„Á mín­um heima­slóðum er viðhorfið í viðskipta­líf­inu tals­vert ólíkt. Þegar við stofn­um fyr­ir­tæki í Króa­tíu ein­beit­um við okk­ur að því að ná end­um sam­an, tryggja að tekj­ur og kostnaður hald­ist í hend­ur. Á meðan eru Íslend­ing­ar óhrædd­ir við að stofna fyr­ir­tæki, stækka þau hundraðfalt og reyna svo að selja þau eft­ir nokk­ur ár,“ seg­ir Budimir og bros­ir.

Hann hef­ur ferðast til Íslands fjöru­tíu sinn­um síðan hann hóf fyrst að vinna að fyr­ir Net­gíró að hinni svo­kölluðu „Kaupa núna, greiða síðar“-lausn á Íslandi.

Þegar Kvika keypti Net­gíró í janú­ar 2021 eignaðist bank­inn einnig 40% hlut í Mó­bergi.

Mó­berg hef­ur að mestu starfað á ís­lensk­um markaði og þjón­ustað mörg af stærstu fyr­ir­tækj­um lands­ins. Í dag koma um 75% af tekj­um Mó­bergs frá Íslandi, á meðan króa­tíski heima­markaður­inn stend­ur und­ir um 25%. „Við vinn­um enn fyr­ir Net­gíró, en einnig fyr­ir fjölda annarra ís­lenskra fyr­ir­tækja eins og Heim­kaup, YAY, Sýn, Si­dekick Health, Aur­björg og Arn­ar­lax. Auk hug­búnaðar­verk­efna höf­um við ný­lega unnið að nokkr­um flókn­um gagna­verk­efn­um fyr­ir viðskipta­vini á Íslandi. Við hjálp­um þeim að byggja upp þróaðan gagna­vett­vang sem sam­an­stend­ur af gagna­geymslu í Azure-skýi Microsoft sem og miðlæg­um gagna­grunni fyr­ir gögn frá mörg­um aðilum, auk full­kom­ins Power BI-skýrslu­kerf­is. Þetta kerfi ger­ir viðskipta­vin­um kleift að taka ákv­arðanir byggðar á gögn­um, ein­falda fjár­mála­skýrslu­gerð og sjálf­virkni­væða skýrslu­gerð vegna laga og reglna.“

Budimir bend­ir á að Mó­berg hafi al­mennt haldið sér til hlés til þessa og aðeins ný­lega komið á fót sölu- og markaðsdeild. „En orðspor okk­ar hef­ur breiðst út og okk­ur hef­ur gengið vel. Fólk kann að meta nálg­un okk­ar og vinnu­brögð og við höf­um djúpa þekk­ingu á tækni­lands­lagi ís­lenska markaðar­ins.“

Velta 575 millj­ón­um

Spurður út í frek­ari vöxt, í ljósi þess að velta fyr­ir­tæk­is­ins var nærri fjór­ar millj­ón­ir evra á síðasta ári, eða um 575 millj­ón­ir ís­lenskra króna, seg­ist Josip hafa áhuga á frek­ari stækk­un, þó hann vilji fara var­lega í sak­irn­ar. „Við vilj­um verða þekkt­ari á Íslandi og taka að okk­ur enn fleiri verk­efni. Við leit­um einkum eft­ir lang­tímaviðskipta­sam­bönd­um, líkt og við höf­um við Net­gíró. Einnig sé ég tæki­færi fyr­ir okk­ur til að hasla okk­ur völl í Skandi­nav­íu á næstu árum.“

Budimir tel­ur að Króatía og Ísland passi vel sam­an. „Í Króa­tíu er sterkt mennta­kerfi og mikið úr­val hæfi­leika­ríkra sér­fræðinga. Á sama tíma eru Íslend­ing­ar mjög skap­andi og hér hafa sprottið upp mörg far­sæl inn­lend fyr­ir­tæki og mörg hafa orðið alþjóðleg fé­lög.“

Hann bend­ir þó á að helsti vand­inn á Íslandi sé skort­ur á hæfu starfs­fólki. Þar komi þjón­usta Mó­bergs sterkt inn. „Við töl­um meira að segja dá­lítla ís­lensku,“ seg­ir hann og bros­ir.

Sem gott dæmi um sam­spil ís­lenskr­ar for­ystu og króa­tísks mannafla (e. talent­pool) nefn­ir Budimir Dag Sig­urðsson, þjálf­ara króa­tíska karla­landsliðsins í hand­bolta. Á inn­an við einu ári í starfi hafi hann leitt liðið til ann­ars sæt­is á heims­meist­ara­mót­inu í hand­bolta fyrr á þessu ári.

Að lok­um lýs­ir Josip þakk­læti sínu fyr­ir að hafa fengið tæki­færi til að starfa á Íslandi og kynn­ast Íslend­ing­um. Fjár­fest­ing Kviku í Mó­bergi hafi, að hans sögn, lyft fyr­ir­tæk­inu upp á nýtt stig.

Bank­an­um til hags­bóta

Ármann Þor­valds­son for­stjóri Kviku seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að fyr­ir­tækið hafi kynnst Bodimir og teymi hans hjá Mó­bergi þegar Kvika lauk kaup­um á Net­gíró fyr­ir nokkr­um árum.

„Það varð fljótt ljóst að þetta var frá­bært fyr­ir­tæki og að sterk­ari tengsl okk­ar við það gætu orðið bank­an­um til hags­bóta. Við keypt­um því 40% hlut í Mó­bergi og færðum ýmis hug­búnaðar­verk­efni frá bank­an­um yfir til þeirra. Sam­starfið hef­ur gengið afar vel og starfs­menn Mó­bergs hafa öðlast ótrú­lega þekk­ingu á ís­lensk­um markaði og innviðum hans. Ég held að það sé óhætt að segja að hvert ein­asta verk­efni sem Josip og teymi hans hafa tekið að sér hafi verið leyst af­burðavel, á rétt­um tíma og með lægri kostnaði en við hefðum sjálf náð. Önnur fyr­ir­tæki á Íslandi hafa líka svipaða sögu að segja af viðskipt­um sín­um við Mó­berg. Það kem­ur því ekki á óvart að verk­efn­um Mó­bergs hér á landi hafi fjölgað og lík­legt er að sú þróun haldi áfram.“

Grein­in birt­ist í heild í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka