Jón Haukur til Ceedr

Jón Haukur Baldvinsson gengur til liðs við stafrænu markaðsstofuna Ceedr
Jón Haukur Baldvinsson gengur til liðs við stafrænu markaðsstofuna Ceedr Ljósmynd/Ceedr

Sta­f­ræna markaðsstof­an Ceedr hef­ur ráðið Jón Hauk Bald­vins­son sem svæðis­stjóra fyr­ir Ísland. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að hann hafi mikla reynslu í sölu- og markaðsmá­l­um á Íslandi og í Banda­ríkj­un­um og hafi verið í fram­línu markaðsmá­la fyr­ir Icelanda­ir á Íslandi og í Banda­ríkj­un­um. Einnig hafi hann starfað hjá Byko, Mar­el, Icelandic Glacial í Banda­ríkj­un­um og Coca-Cola á Íslandi.

Jón Hauk­ur er með MBA gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og BA gráðu í aug­lýs­inga-og markaðsfræði frá London Col­l­e­ge of Comm­unicati­ons.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig að Ceedr sé hinn sta­f­ræni arm­ur aug­lýs­inga­stof­unn­ar Pip­ar\TBWA sem sér­hæf­ir sig í notk­un sta­f­rænna leiða í sölu- og markaðssetn­ingu fyr­ir fyr­ir­tæki þvert yfir Norður­lönd­in og í Evr­ópu. Þá seg­ir að Ceedr sé vottaður þjón­ustuaðili Hubspot og aðstoði fyr­ir­tæki við upp­setn­ingu og inn­leiðingu á Hubspot og hanni jafn­framt vefsíður inn í það kerfi.

Reynslu­bolti úr geir­an­um

„Jón Hauk­ur er mik­ill feng­ur fyr­ir Ceedr því hann er reynslu­bolti úr okk­ar geira. Þekk­ing og reynsla hans nýt­ist bæði viðskipta­vin­um Ceedr og Pip­ar\TBWA gríðarlega vel og er hann öfl­ug viðbót í stjórn­endat­eymi okk­ar,” seg­ir Hreggviður S. Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Ceedr um ráðning­una, í til­kynn­ing­unni.

„Að fá tæki­færi til að taka þátt í þeirri veg­ferð sem Ceedr er á þykir mér virki­lega spenn­andi. Stof­an hef­ur mjög sterk­an grunn og hjá henni starfar fjöl­breytt­ur hóp­ur starfs­fólks sem kem­ur víðsveg­ar að úr heim­in­um og býr yfir mik­illi þekk­ingu. Um­svif­in eru að aukast jafnt og þétt hér á landi og á hinum Norður­lönd­un­um og það verður spenn­andi að fá tæki­færi til þess að leggja mín lóð á vog­ar­skál­arn­ar,” seg­ir Jón Hauk­ur enn­frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Hjá Ceedr starfa á þriðja tug starfs­manna sem þjón­usta um 100 fyr­ir­tæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK