c

Pistlar:

12. desember 2016 kl. 16:24

Bjarni Már Gylfason (bjarnigylfason.blog.is)

Villandi framsetning Landsvirkjunar

Í dag birtist frétt frá Landsvirkjun um að meðalverð á rafmagni til sölufyrirtækja rafmagns lækki um 2,6% vegna gerð nýrra samninga við sölufyrirtæki. Í fréttinni kemur orðrétt fram „að samkvæmt áætlunum sölufyrirtækja um innkaup rafmagns til endursölu til heimila og smærri fyrirtækja mun meðalverð lækka um 2,6% á föstu verðlagi milli ára“.

Þessi framsetning er villandi. Verðbólga er nú um 2% og m.v. spár er almennt reiknað með að hún geti hækkað lítillega á næsta ári. Það þýðir að vara sem lækkar um 2,6% á föstu verðlagi er í raun ekki lækka neitt – verðið er nánast óbreytt að nafngildi. Framsetning Landsvirkjunar er ekki röng en hún gefur til kynna að verðið sé að lækka á meðan verðið er að mestu óbreytt. Líklega um aðeins um 0,6% lækkun að ræða en ekki 2,6%. Fólki er almennt ótamt að hugsa um verðbreytingar á föstu verðlagi enda þarf að huga að undirliggjandi verðlagsbreytingum. Svona framsetning kallar fram önnur hughrif lesandans en efni standa til og er því villandi.

Bjarni Már Gylfason

Bjarni Már Gylfason

Bjarni Már Gylfason er hagfræðingur að mennt og starfar hjá RioTinto í Straumsvík. Hann var hagfræðingur Samtaka iðnaðarins á árunum 2005-2017. Kenndi áður hagfræði og skyldar greinar við Verzlunarskóla Íslands 2000-2005 og var blaðamaður á Viðskiptablaðinu frá 1998-2000.

Meira