Í dag birtist frétt frá Landsvirkjun um að meðalverð á rafmagni til sölufyrirtækja rafmagns lækki um 2,6% vegna gerð nýrra samninga við sölufyrirtæki. Í fréttinni kemur orðrétt fram „að samkvæmt áætlunum sölufyrirtækja um innkaup rafmagns til endursölu til heimila og smærri fyrirtækja mun meðalverð lækka um 2,6% á föstu verðlagi milli ára“.
Þessi framsetning er villandi. Verðbólga er nú um 2% og m.v. spár er almennt reiknað með að hún geti hækkað lítillega á næsta ári. Það þýðir að vara sem lækkar um 2,6% á föstu verðlagi er í raun ekki lækka neitt – verðið er nánast óbreytt að nafngildi. Framsetning Landsvirkjunar er ekki röng en hún gefur til kynna að verðið sé að lækka á meðan verðið er að mestu óbreytt. Líklega um aðeins um 0,6% lækkun að ræða en ekki 2,6%. Fólki er almennt ótamt að hugsa um verðbreytingar á föstu verðlagi enda þarf að huga að undirliggjandi verðlagsbreytingum. Svona framsetning kallar fram önnur hughrif lesandans en efni standa til og er því villandi.