Ég birti hér grein sem byggir á upplýsingum m.a. í Sunday Times um aðilana að baki Greta Thunberg sem á örskömmum tíma hefur náð heimsathygli vegna verkfalla gegn loftmengun. Loftslagsmálin hafa verið mikið í deiglunni sbr. nýja yfirlýsingu Norðurlandaráðs um forgangsröðun fjármagns til loftslagsmála. Loftslagsboðskapurinn er rekin áfram með hótun um heimsendi ef ríkisstjórnir taki sig ekki saman og kaupi þjónustu af fyrirtækjum sem bjóða upp á umskipti yfir í græna orku. Ekki er allt sem sýnist í þessum efnum sbr. aflátsbréfin sem ganga kaupum og sölum hjá ESB-ríkjum, þar sem ríki með kolaframleitt rafmagn geta logið að viðskiptavinum að þau bjóði upp á vistvænlegt rafmagn t.d. með bréfum keyptum frá Íslandi. Þá er logið að rafmagnsneytendum á Íslandi í staðinn að þeir kaupi rafmagn úr kjarnorku og kolum sem allir vita að er ósatt.
Nýjasta fyrirbæri loftslagsmála er hin 16 ára sænska Greta Thunberg, sem á örskömmum tíma hefur orðið dýrlingur margra í heiminum. Látið er líta út sem hún sé ein á ferð með boðskap sinn um endalok jarðlífs ef yfirvöld grípa ekki í taumana.
Í Sunday Times 18. ágúst s.l. er þó sýnt fram á annað, nefnilega vel skipulagða herferð þar sem Gréta er notuð af hagsmunahóp stórra alþjóðafyrirtækja og sósíalískra stjórnmálamanna. Greinin er skrifuð af Dominic Green og sýnir hún hvernig grænn lobbýhópur fyrrverandi sósíaldemókratískra ráðherra og forstjóra stórra ríkis- og alþjóðlegra fyrirtækja ásamt umhverfisprófessorum og hugveitu standa að baki verkföllum Grétu, hvort svo sem Greta Thunberg geri sér grein fyrir því eða ekki. Fyrirtækin sækjast eftir gróðvænlegum viðskiptum með grænum samningum við forráðamenn Vesturlanda og nota Gretu Thunberg sem andlit söluherferðarinnar.
Það er látið líta svo út að maður að nafni Ingmar Rentzhog hafi af einskærri tilviljun "uppgötvað" Grétu þegar hún var að mótmæla fyrir utan þinghúsið í Stokkhólmi. Hann tók myndir og setti á félagsmiðla og þá hófst sagan um Grétu Thunberg.
Ingmar Rentzhog eigandi Laika Consulting í fjármálageiranum fékk þjálfun hjá loftslagshóp Al Gore "The Climate Reality Project" og stofnaði ásamt David Olsson hjá sænska Húsnæðissjóðnum hópinn Við höfum ekki tíma, sem "gerir stjórnmálaleiðtoga og fyrirtæki ábyrg fyrir loftslagsbreytingum". Fengu þeir með sé m.a Gustav Stenbeck sem stjórnar Kinnevik sem er ein stærsta fjármálasamsteypa Svíþjóðar.
Í maí í fyrra varð Rentzhog forstjóri og Olsson stjórnarmeðlimur hjá hugveitunni Global Challange. Stofnandi hugveitunnar er fyrrum sósíaldemókratískur ráðherra og verkalýðsfrömuður Kristina Persson sem einnig hefur átt sæti í stjórn Seðlabanka Svíþjóðar. Petter Skogar framkvæmdastjóri stærstu atvinnurekendasamtaka Svíþjóðar er einnig stjórnarmeðlimur sem og Anders Wijkman fyrrum formaður Rómarklúbbsins.
Catharina Ringborg fyrrum forstjóri Swedish Water og stjórnarmeðlimur og ráðgjafi fjölda alþjóðlegra orkufyrirtækja og samtaka er einnig í stjórn hugveitunnar. Hún er í stjórn fjármagnsfyrirtækisins Haldbærir Orkuenglar þar sem flestir sem skipta máli í orkugeira Svíþjóðar eiga aðild að. Forstjóri Orkuenglanna kemur ásamt fjórum öðrum frá risafyrirtækinu ABB. Þá er Alan Larsson fyrrum sósíaldemókratískur fjármálaráðherra Svíþjóðar og forstjóri sænska sjónvarpsins með í hópnum en hann hefur góð sambönd við Brussel og embættismannakerfi ESB vegna starfa fyrir framkvæmdastjórn ESB.
Ulf Dahlstedt fv. sósíaldemókratískur ritari í Iðnaðarráðuneytinu og ritari Olof Palme er einnig með í hópnum. Hann var forstjóri sænska póstsins, Icon International, Seccom AG í Brussel og með í fleiri alþjóðlegum verkefnum fyrir ESB.
Þegar Greta Thunberg hitti Rentzhog þá var hann sem sagt launaður starfsmaður hugmyndasmiðju í eigu fyrrverandi sósíaldemókratísks ráðherra úr orkugeiranum. Stjórnin er skipuð fólki, aðallega karríerkrötum, verkalýðsforingjum og lobbýistum með tengsl við Brussel ásamt meðlimum í stærsta fjárfestingarhóp grænnar orku í Svíþjóð. Rétt eftir að Rentzhog "uppgötvaði" Gretu Thunberg birti Dagens Nyheter skoðanabaráttu fyrir grænni orku sem var undirrituð af móður Grétu ásamt átta öðrum einstaklingum m.a. fjórum úr stjórn hugveitunnar Global Challange. Aðeins Retzhog gaf upp að hann tilheyrði Global Challange og hefur hann lent í vandræðum með að skýra eftir á hvers vegna ekki var sagt heiðarlega frá hverjir tilheyrðu Global Challange. Foreldrar Grétu lentu í vandræðum þegar fjölmiðlar hófu að spyrja þau um tenginguna við hugveituna og urðu þau að gefa frá sér yfirlýsingu um að Gréta væri ekki innblönduð í viðskipti Rentzhog.
Punktar sem Greta Thunberg boðar varðandi markmið í loftslagsmálum eru þó þeir sömu og finnast í nýjustu gögnum Rómarklúbbsins um endalok alheims ár 2030 en þá eiga að hefjast keðjuverkandi náttúruhamfarir sem "líklegast binda endi á menningu okkar eins og við þekkjum fram að þessu".
Anders Wijkman segist vera afskaplega ánægður með frammistöðu Gretu Thunberg, því Rómarklúbburinn hafi talað fyrir daufum eyrum um endalok mannkyns, þar til Gréta birtist á sjónarsviðinu. Segir hann Grétu vera "verkfæri þessarra sinnaskipta". Nýr fjölmiðlafulltrúi Grétu, Daniel Donner, vinnur á skrifstofu European Climate Foundation í Brussel. Hvort svo sem Gréta eða foreldrar hennar skilja það eða ekki, þá mun dýrlingatrú á Grétu stórauka efnahagslegan ávinning hópa eins og Global Challange, Orkuenglanna og breskra og bandarískra lobbýista sem vinna að lagabreytingum hins vestræna heimis vegna breytinganna yfir í græna orku.
Að bjarga plánetunni þýðir feita viðskiptasamninga við ríkisstjórnir til að koma á grænni orku. Hræðsluáróður og börn eru notuð til að komast fram hjá kjörnum fulltrúum til að koma á embættismannaræði í stað lýðræðis og ná út einkagróða í stað samfélagslegrar endurnýjunar.
Gréta Thunberg ferðast núna á keppnisskútu furstafjölskyldunnar í Mónakkó til Bandaríkjanna til að flytja heimsendisáróður grænu víkinginna sem hafa fundið sér nýja viðskiptahugmynd til að græða á og hika ekki við að nota saklaus börn á meðan mögulegt er.