c

Pistlar:

19. ágúst 2018 kl. 10:56

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Straumhvörf í raforkugeiranum

Mikill vöxtur hefur verið í nýt­ingu á vind- og sól­ar­orku síð­ustu árin. Nú er lið­inn u.þ.b. ára­tugur síðan sá sem þetta skrif­ar byrj­aði að sjá tæki­færi í þess­um teg­undum raf­orku­fram­leiðslu. Þá virt­ist sem bjart­ast væri fram­undan í nýt­ingu sólar­orku, enda voru mjög góð­ar horf­ur á hratt lækk­andi kostn­aði þar. Reynd­in varð þó sú að það var ekki síð­ur vind­orkan sem varð sí­fellt hag­kvæm­ari. Enda hefur tölu­vert meira verið fjár­fest í vind­orku en sól­ar­orku, sbr. graf­ið hér að neðan.

Global-wind-and-solar-over-1000-MW_1000GW_Chart-June-2018-1Eins og sjá má á þessu súlu­rit­i náði sam­an­lagt upp­sett afl í sólar- og vind­orku ný­verið yfir 1000 GW (milljón MW). Til sam­an­burðar má hafa í huga að upp­sett afl allra virkj­ana á Íslandi í dag er tæp­lega 3 GW (um 2.800 MW). Allt upp­sett afl á Íslandi sam­svar­ar því að vera svip­að og 0,3% af upp­settu afli í vind- og sóla­orku.

Í dag er raforku­fram­leiðsla nýrra og ný­legra vind­myllu­garða víða orð­in ódýr­ari en allra ann­arra teg­unda nýrra raf­orku­vera. Umrædd lækk­un á kostn­aði í vind­orku, ásamt svip­aðri þró­un í sólar­orku­geir­anum, gæti valdið straum­hvörfum í raf­orku­fram­leiðslu heims­ins. Fyrir­tæki sem sér­hæfa sig í að fylgj­ast með þró­un­inni í orku­geir­an­um spá því sum að á næstu þrem­ur ára­tug­um muni hlut­fall end­ur­nýjan­legrar orku í raf­orku­fram­leiðslu heims­ins fara úr nú­ver­andi tæp­lega 25% í næstum því 65%! Sbr. grafið hér að neðan.

World-Power-Mix_1970-2050_BNEF-2018

Áætlað er að þess mikla aukning í fram­leiðslu raf­orku með endur­nýjan­legum hætti verði fyrst og fremst vegna nýrra vind- og sólar­orku­vera. Og þó svo ávallt beri að taka svona tölum með fyrir­vara, virðist líklegt að stór hluti af nýju raf­orku­fram­boði héðan í frá muni koma frá nýj­um vind­myllu­görðum. Þessi þróun mun ekki aðeins breyta raf­orku­geir­anum I lönd­um sem enn­þá eru mjög háð kol­um og kjarn­orku, held­ur einn­ig hafa áhrif hér á Íslandi. Í fram­tíð­inni mun t.d. stór­iðjan í vax­andi mæli njóta ódýrrar vind­orku og vatns­aflið í aukn­um mæli verða í hlut­verki jöfn­unar. Þessi þró­un er nú þegar t.d. kom­in á góðan skrið í Skandi­navíu og skyn­sam­legt að íslenski raf­orku­geir­inn fari að búa sig undir þessa þróun.

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.
Meira