c

Pistlar:

10. apríl 2019 kl. 21:12

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Sæstrengir og raforkuverð

Í umræðu um s.k. þriðja orku­pakka er eitt sem lítt hef­ur verið rætt, en mætti hafa í huga. Sam­kvæmt grein­ingu norsku orku­stofn­unarinnar (NVA) hafa sæ­streng­ir og aðrar raf­orku­teng­ing­ar Norð­manna við ná­granna­rík­in stuðl­að að lægra raf­orku­verði til al­menn­ings en ella hefði orðið. Með sama hætti gæti sæ­streng­ur milli Ís­lands og Evrópu hald­ið aftur af hækk­un raf­orku­verðs til al­mennra not­enda hér á landi.

Í dag er staðan á raf­orku­mark­aðn­um á Ís­landi ekki ósvip­uð þeirri sem var í Nor­egi áð­ur en teng­ing­um þar til ná­granna­landanna var fjölg­að. Þ.e. mjög lítið af um­fram­orku til stað­ar og því mátti lít­ið út af bera til að raf­orku­verð ryki upp. Hér á landi birt­ist þessi staða í því að varla er nóg af raf­orku til stað­ar til að mæta auk­inni eft­ir­spurn t.d. frá gagna­ver­um. Og þó svo ein­ung­is sé lit­ið til væntrar fjölg­un­ar lands­manna álít­ur Orku­spár­nefnd nauð­syn­legt að byggja fleiri virkj­anir á kom­andi ár­um. Til að ekki mynd­ist hér raf­orku­skortur inn­an nokkurra ára.

Norge-kraftpris-med-og-uten-kabler-til-utland_Hreyfiafl-2019Sæstrengir Norðmanna hafa í reynd alls ekki hækk­að raf­orku­verð þar í landi. Held­ur þvert á móti stuðl­að að hóg­vær­ara raf­orku­verði. Ef sæ­streng­ur kæmi milli Ís­lands og Evrópu myndi sá streng­ur halda aftur af raf­orku­skorti hér á landi og þar með halda aftur af hækk­un­um á raf­orku­verði. Fyrst og fremst myndi slik­ur streng­ur þó leiða til þess að raf­orku­verð stór­iðju myndi fær­ast hrað­ar nær því verði sem al­menni raf­orku­mark­að­ur­inn greið­ir. Rétt eins og gerst hefur í Nor­egi. Slíkt myndi auka arð­semi í ís­lenskri raf­orku­fram­leiðslu. Sem fyrst og fremst er í hönd­um Lands­virkj­un­ar og Orku­veitu Reykja­vík­ur, sem bæði eru í opin­berri eigu.

Það er sem sagt líklegt að sæ­streng­ur, ef rétt yrði að slíku verk­efni stað­ið, myndi bæta arð­semi Lands­virkj­un­ar og Orku­veit­unn­ar. Og þar með gæf­ist færi til að auka arð­greiðsl­ur til rík­is og sveit­ar­fél­aga. Sem þýðir tæki­færi til skatta­lækk­ana og/eða auk­inn­ar al­manna­þjón­ustu. Af hverju sumir stjorn­mála­menn eru á móti slíkri þró­un er ráðgáta.

Það er sem sagt lítil ástæða til að óttast að sæstrengur muni leiða til mikilla hækkana á raforkuverði til almennra notenda hér. Vissulega er afar mikilvægt, ef til sæstrengs kemur, að íslensk stjórnvöld haldi vel á spilunum og tryggi að hagsmunir Íslands verði tryggðir í hvívetna. Það er mikilvæga atriðið. Og þannig gæti sæstrengur skilað Íslandi verulegum ávinningi. Niðurstaðan er sem sagt sú að þriðji orkupakkinn er engin ógn í þessu sambandi. Og sæstrengur er sjálfstæð ákvörðun sem þjóðin ræður með því hverja hún velur á Alþingi.

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.
Meira