c

Pistlar:

27. nóvember 2012 kl. 14:48

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Íbúðalánasjóður - ferlið var hafið árið 2001

Því er oft haldið fram, meðal annars í nýlegri greiningu IFS, að núverandi vandamál ÍLS megi rekja aftur til ársins 2004.  Það var á þeim tíma sem 90% lánin komu fram á sjónarsviðið og skömmu síðar bættist við í lítt ígrundaða flóru lán tengd erlendum gjaldmiðlum til kaupa á innlendum fasteignum.

Lýsing á þróuninni er rétt en hún hófst mikið fyrr.  Að neðan er hlekkur sem sýnir sjónvarpsviðtal, fyrsta frétt á RÚV, í nóvember 2001, sem sem ég vara við að Íbúðalánasjóður sé farinn að skapa þenslu og verðbólgu og sé að breytast í hraðbanka.

http://www.slideshare.net/marmixa/varad-vid-vaxtabotum-og-husnaedislanum-thensluhvetjandi

Tilefni sjónvarpsviðtalsins var að ég hafði verið að tjá mig í hinum ýmsu miðlum varðandi þessa aðsteðjandi hættu.  Hafði ég til dæmis hringt í Kastljósið og "lofað" því að þetta yrði aðalumræðuefni Íslands eftir nokkur ár.  Áhugi þáttastjórnanda var hér um bil núll.  Ein af greinum mínum varðandi þetta hefur varðveist en þar bendi ég á að sparnaður landans væri að minnka sem væri ekki furða: Kerfið verðlaunaði aðallega þá sem skulda.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/614694/

Því er það svo að búið var að sá það sem í dag eru rætur vandamála ÍLS fyrir meira en áratug síðan. Rétt eins og í Hruninu skiptir litlu máli hvað forstjóri eða alþingismaður segir á lokastigum óheppilegs ferlis.  Gárur á vatni af því sem varð að núverandi ölduróti voru sýnileg árið 2001, það einfaldlega stigmagnaðist næstu árin.  Vandamálið var að engin(n) sá sér hag í því að bregðast við þessari þróun.

MWM

Hann heitir Jónas Sigurðsson, platan hans ber nafnið Þar sem himinn ber við haf, umslagið er mynd af skipi sem svífur fyrir ofan hafinu og Lúðrasveit Þorlákshafnar spilar undir; verður þetta hallærislegra?  Það er samt eitthvað heillandi við þessa afurð og því mæli ég með þessum grip, enda afar skemmtileg og einlæg tónlist.   

    

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

People Need Housing to Live in - https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/02673037.2024.2339920

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands

Stjórnarmaður í Almenna

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira