Eins og fram hefur komið hafa tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins nýlega hækkað eða vart lækkað breytilega vexti verðtryggðra lána á sama tíma og vaxtastig verðtryggðra skuldabréfa tryggðir af ríkinu, það er HFF og RIKS flokka, hríðlækkaði.
Í tilfelli LSR hefðu vextir átt að lækka niður í 1,93% í byrjun þessa mánaðar en lækkuðu þess í stað 2,20%. Áður voru vextir slíkra lána 2,26% og lækkunin því einungis 0,06%. Lán tekin eftir 15 janúar á þessu ári standa hins vegar í stað í 2,30%.
Þessar breyttu viðmiðanir, eða eiginlega það að verið sé að hætta að fylgja viðmiðunum yfirleitt, eru að mínu mati einfaldlega ólöglegar ákvarðanir eins og ég hef sagt í fyrri pistli mínum og í viðtali nýlega á Bylgjunni varðandi þetta mál. Ég fer yfir helstu rök mín hér að neðan.
Í lögum um fasteignalán til neytenda kemur eftirfarandi fram:
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016118.html
Ofangreindur texti sýnir að fyrirtæki sem veita lán með breytilegum vöxtum þurfa að fylgja því viðmiðunargengi sem fólk ætti að geta gengið að vísu standist, sama hvað viðkomandi lánveitandi telji sé eðlilegt eða ekki varðandi viðmiðunargengi lána. LSR hefur ekki komið fram með neinar skýringar. LIVE kom fram með þær skýringar að viðskipti með HFF skuldabréf séu orðin svo strjál að ekki sé lengur hægt að miða við slík bréf. Séu mál þannig, þá ætti að miða við annan flokk með virk viðskipti með sömu skuldaraáhættu. Væri þar eðlilegast að líta til RIKS bréfa, sem bera enn lægri ávöxtunarkröfu, 0,2%-0,3% (seljanleikaálag er ekki til staðar), og því ættu breytilegir vextir verðtryggðra lána að lækka enn frekar í stað þess að standa í stað eða jafnvel að hækka!
LSR hefur í mjög mörg ár auglýst viðmiðanir sjóðsins varðandi vaxtaviðmið breytilegra lána. Á heimasíðu LSR hefur það verið rauður þráður í gegnum tíðina að sjóðurinn ákvarði vextina í samræmi við vaxtastig á markaði. Burtséð frá smáa letrinu á samningum þá ætti fólk (neytendur) að geta treyst að á sjóður sem er lánastofnun fylgi þeim stöðlum sem hann auglýsir á sinni heimasíðu ár eftir ár. Hér kem ég með nokkur dæmi. Sjá fyrst minn texta, svo hlekk og að lokum texta afritaðan af heimasíðu sjóðsins, sem ég skáletra.
Dæmi 1. Árið 2005
Að neðan sést að neytendur ættu að geta gengið að því sem vísu að vextir breytilegra verðtryggðra lána þeirra sveiflist með meðalávöxtunarkröfu Íbúðabréfa, nánar tiltekið HFF34 flokksins að viðbættu 60 punkta álagi. Hvergi er minnst á að önnur viðmið gildi.
http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051101055159/http://www.lsr.is/article.asp?catID=221&ArtId=237
Vaxtakjör |
|
LSR lán bjóðast á föstum og breytilegum vöxtum. Breytilegir vextir LSR lána eru nú 4,22 % (frá 1. október 2005) Fastir vextir eru 4,15 % (frá 29.nóvember 2004) Smellið á lesa meira til að fá upplýsingar um hvernig vextir LSR lána eru ákvarðaðir.
· Við vaxtaákvörðun er höfð hliðsjón af meðalávöxtunarkröfu Íbúðabréfa síðustu þrjá mánuði áður en ákvörðun um vaxtabreytingu er tekin, nánar tiltekið flokks HFF 34 sem eru Íbúðabréf á gjalddaga 2034 með meðalbinditíma upp á 11,7 ár, að viðbættu 60 punkta álagi.
· Breytilegir vextir LSR lána eru nú 4,22 % (frá 1. október 2005). Fastir vextir · Vextir LSR lána með föstum vöxtum eru ákvarðaðir með hliðsjón af markaðsaðstæðum á hverjum tíma og því hvað hentar eignasamsetningu deilda LSR. · Ákvörðun um breytingar á vöxtum eru teknar þegar aðstæður á markaði kalla á það. · Fastir vextir eru 4,15 % (frá 29.nóvember 2004). Dæmi 2. Árið 2004 |
Þetta var hér um bil eins árið áður, 2004. Þá voru hins vegar húsbréf enn ríkjandi og álagið var 0,5%. Hvergi er fjallað um að lántakendur geti gert ráð fyrir önnur viðmið eins og sést að neðan.
http://wayback.vefsafn.is/wayback/20040822042915/http://www.lsr.is/category.asp?catID=151
|
Dæmi 3. Árið 2010 |
Árið 2010 var sjóðurinn á sömu nótum með sín vaxtaviðmið og árin áður. Eins og sést að neðan var miðað við lengsta Íbúðabréfaflokkinn HFF 44, í stað HFF 34 árið 2005, auk 0,5% álags í stað 0,6% álags árið 2005.
http://wayback.vefsafn.is/wayback/20100329220025/http://lsr.is/article.asp?catID=221&ArtId=237
Vaxtakjör |
|
LSR lán bjóðast á föstum og breytilegum vöxtum. Breytilegir vextir LSR lána eru nú 4,52 % (frá 1. janúar 2010) Fastir vextir eru 5,0 % (frá 12. mars 2010) Smellið á lesa meira til að fá upplýsingar um hvernig vextir LSR lána eru ákvarðaðir.
· Við vaxtaákvörðun er höfð hliðsjón af meðalávöxtunarkröfu íbúðabréfa síðustu þrjá mánuði áður en ákvörðun um vaxtabreytingu er tekin, nánar tiltekið flokks HFF 150644 sem eru íbúðabréf á gjalddaga 2044 að viðbættu 50 punkta álagi. · Vextir sjóðfélagalána LSR og LH eru nú 0,5 prósentustigum yfir ávöxtunarkröfu Íbúðabréfa. · Breytilegir vextir LSR lána eru nú 4,52 % (frá 1. janúar 2010). Dæmi 4. Árið 2015 Árið 2015 var sjóðurinn búinn að breyta viðmiðunum sínum örlítið. Enn var miðað við HFF 44 flokkinn og álagið var óbreytt, eða 0,6%, eins og sést að neðan. Þá kom einnig fram á vefsíðu sjóðsins eftirfarandi: LSR er þó ávallt heimilt að taka ákvörðun um að vextir sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum taki breytingum miðað við annað viðmið en að framan greinir eða að þeir breytist samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni og taka þá mið af þróun verðtryggðra vaxta á markaði. Með öðrum orðum, LSR tekur mið af þróun verðtryggðra vaxta á markaði. Ekki er tilgreint hvaða annað viðmið sé um að ræða og hefur LSR ekki veitt skýringar á því á vefsíðu sinni. Hins vegar er í báðum tilfellum verið að taka mið af þróun verðtryggðra vaxta á markaði, punktur. Séu HFF bréf ekki lengur ásættanlegt viðmið sökum strjálla viðskipta þá ætti samkvæmt þessum texta LSR að miða við RIKS bréf. Væri það raunin þá hefðu vextir átt að lækka niður í um það bil 1,7% í stað þess að vera 2,2% eins og þeir eru í dag. |
http://wayback.vefsafn.is/wayback/20150306172308/http://www.lsr.is/lan/vextir/
Frá og með 1. apríl 2015 verða breytilegir vextir 3,68%.
Verðtrygging miðast við vísitölu neysluverðs.
Vextir sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum breytast fjórum sinnum á ári, þann 1. janúar, 1. apríl,
1. júlí og 1. október ár hvert. Vextirnir eru reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta
(1. desember, 1. mars, 1. júní og 1. september ár hvert) og eru meðaltal ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Íbúðalánasjóðs HFF150644 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands síðustu þrjá mánuðina á undan að viðbættu 0,60% álagi. Stjórn LSR er þó ávallt heimilt að taka ákvörðun um að vextir sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum taki breytingum miðað við annað viðmið en að framan greinir eða að þeir breytist samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni og taka þá mið af þróun verðtryggðra vaxta á markaði.
Nýjasta útreikning breytilegra vaxta má finna hér.
Fastir vextir nýrra sjóðsfélagalána breytast samkvæmt ákvörðun stjórnar LSR.
Dæmi 5. Árið 2018
Þetta viðmið sem miðað var við árið 2015 hélt enn velli á síðasta ári, 2018, eins og sést að neðan. Auk þess stendur að: Breytilegir vextir þýða að vextir á lánstímanum geta breyst til hækkunar eða lækkunar. Lántaki veit því ekki við lántöku hvaða vextir gilda út lánstímann.
Ekki er hægt að skilja þetta með neinum öðrum hætti en að lántaki er að taka áhættu á því að vextir á markaði hækki því þá hækki vaxtabyrði þeirra. Að sama skapi getur lífeyrissjóðurinn þó ekki sett gólf á vaxtabyrðina lækki vextir á markaði.
http://wayback.vefsafn.is/wayback/20180914164015/https://www.lsr.is/lan/vextir/
Breytast næst 1. október 2018
Vextir sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum breytast fjórum sinnum á ári, þann 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október ár hvert. Vextir eru reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta (1. desember, 1. mars, 1. júní og 1. september ár hvert) og eru meðaltal ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Íbúðalánasjóðs HFF150644 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands síðustu þrjá mánuðina á undan að viðbættu 0,60% álagi. Stjórn LSR er þó ávallt heimilt að taka ákvörðun um að vextir sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum taki breytingum miðað við annað viðmið en að framan greinir eða að þeir breytist samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni og taka þá mið af þróun verðtryggðra vaxta á markaði.
Breytilegir vextir þýða að vextir á lánstímanum geta breyst til hækkunar eða lækkunar. Lántaki veit því ekki við lántöku hvaða vextir gilda út lánstímann.
Hægt er að skilmálabreyta láni með breytilegum vöxtum yfir í lán með fasta vexti.
Það munur hér miklu. Stjórn LSR hefur breytt breytilegum verðtryggðum vöxtum í 2,2% til 2,3% en þeir ættu samkvæmt 34. greinar fasteignalána til neytenda að vera 1,7 til 1,93%. Sé miðað við ríkistryggð verðtryggð skuldabréf, þ.e. HFF bréf, þá munar um 0,27% hjá flestum þeim sem tóku slík lán hjá sjóðnum. Fjölskylda sem skuldar hjá LSR til dæmis 40 milljónir borgar því 108 þúsund krónum á ári, eða um níu þúsund krónur á mánuði, í hærri vaxtakostnað en hún ætti að borga samkvæmt þeim viðmiðunum sem sjóðurinn hefur auglýst svo árum skiptir á sinni eigin heimasíðu. Sé miðað við RIKS flokka þá er munurinn í kringum 200 þúsund krónur á ári.
Því tel ég það liggja í augum uppi að stjórn LSR (og jafnvel LIVE líka, en ég hef ekki kannað það ítarlega) hafi enga heimild til þess að breyta viðmiðunum á breytilegum verðtryggðum lánum til sjóðsfélaga sinna. Nýjustu breytilegir vextir LSR eru því einfaldlega ólöglegir.
MWM