c

Pistlar:

17. febrúar 2022 kl. 9:42

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Landsbankinn stígur skref í að minnka vaxtamun

Í pistli mínum Tölur varðandi ofurhagnað íslenskra banka, þar sem ég gagnrýndi málflutning um ofurhagnað íslenskra banka, kom í niðurlaginu fram: Nú, þegar að rekstur banka er að verða skilvirkari má þó gera kröfu um að hann lækki niður í 2.0%. Bankarnir geta stigið stórt skref nú þegar í þá áttina með því að hækka breytilega vexti sína minna en sem nemur stýrivaxtahækkunum.

Landsbankinn tilkynnti í morgun uppfærða vaxtaskrá. Breytilegir vextir íbúðalána hækka um 50 punkta og hið sama á við um kjörvexti á óverðtryggðum útlánum. Engar breytingar eru á föstum vöxtum óverðtryggðra íbúðalána. Þá eru engar breytingar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum, hvorki breytilegum né föstum.

Kjörvextir á óverðtryggðum útlánum hækka um 50 punkta. Engar breytingar eru hins vegar á kjörvöxtum á verðtryggðum útlánum. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar hækka um 50 punkta og yfirdráttarvextir hækka um 75 punkta.

Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka meira en sem nemur útlánavöxtum, eða allt að 75 punktum, vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka um allt að 60 punktum en vextir almennra veltureikninga hækka þó einungis um 10 punkta.

Bankinn er með öðrum orðum í heildina að minnka vaxtamun. Breytilegir útlánavextir utan yfirdráttarlána eru að hækka 50 punkta, sem er 25 punktum minna en nýleg stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Vextir sparireikninga hækka í takti við stýrivextina. Má segja að Landsbankinn sé hér að stíga skref í þá átt að minnka vaxtamun í átt að 2%. Vaxtamunurinn á síðasta ári var 2,3% og þessi aðgerð fer hugsanlega langleiðina með að færa hann niður í það viðmið.

Hér eru tölur dregnar saman varðandi bankanna -

https://www.dropbox.com/s/n4rcs4f09jbklur/islenskir%20bankar%202017%202021.xlsx?dl=0

Hér er einnig góð grein sem Samtök atvinnulífsins skrifuðu fyrir nokkrum árum síðan. Þessi skrif hafa sannarlega staðist tímans tönn - https://cdn.nfp.is/sa/gamaltefni/hvernig-minnkum-vid-vaxtamun-a-islandi.pdf

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

People Need Housing to Live in - https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/02673037.2024.2339920

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands

Stjórnarmaður í Almenna

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira